Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 36
36
NORÐURLJÓSIÐ
sagði hann. „Það var mjög líkt Guði að senda PúSursykur, ein-
mitt þegar ég þarfnaSist hjálpar.“
Eg hefi ekki heyrt af PúSursykri í ár eSa svo, en þetta veit ég:
ef hún er enn á lífi, er hún viS uppskeruna aS starfa fyrir Drott-
in.
(Þýtt úr „The Flame,“ Englandi, en þar
tekið úr „The Pentecostal Evangel.).
---------x---------
Ekki við hold og blóð
(Efes. 6. 12.).
Trúarlíf kristins manns er ekki hveitihrauSsdagar, heldur bar-
átta. HveitibrauSsdagarnir munu koma síSar. (Sbr. Opinb. 21.).
Páll notaSi margar líkingar. Hann lét engan lesenda sinn vera í
vafa um, hve alvarleg og þrálát sú barátta er í eSli sínu, sem
nú stendur yfir, baráttan milli ljóss og myrkurs, góSs og ills.
ViS hverja er barizt? Greinilegt er, aS þaS er ekki viS menn.
Menn á aS vinna meS náSarboSskapnum, ekki aS mylja þá meS
krafti lögmálsins né lemja þá til hlýSni meS æsingaþrætum. Hve
oft hafa ákafir menn, sem heilagur eldur brann í hjarta og vand-
læti vegna sannleikans, villzt á andstæSing sínum? Er þeir hafa
leitazt viS aS brjóta niSur verk djöfulsins, hafa þeir stundum
brotiS niSur mennina, sem eru fórnarlömb hans. Drottinn vor
var fær um aS greina óvini sína frá ósjálfbjarga föngum þeirra,
þótt engan greinarmun væri aS sjá á þeim. (Sbr. Mark. 5. 6.—
10.). Illir andar eru reknir út, en mennirnir eru frelsaSir.
En hvernig má þetta verSa? ÞaS er sérstæSur og einkennileg-
ur eiginleiki GuSs orSs, aS þaS megnar aS skilja á milli sálar og
anda og dæma um hugrenningar og fyrirætlanir hjartans. (Hebr.
4. 12., ensk þýS.). Þar, sem ekki þarf aS heyja baráttuna viS
hold og blóS, eru vopnin, sem vér berjumst meS. ekki jarSnesk.
(2. Kor. 10. 4.). Þau eru máttug, ekki meS sjálfshrósi eða drambi,
heldur meS auSmýkt og hlýSni, sem jafnvel kostar sjálfsfórn.
(Mark. 10. 45.).
MeS langvarandi iSkun bænar má vera, aS dómgreindin skerp-
ist, andlegur kraftur aukist og icjarfcurinn vaxi sem afleiSingar
af sjálfsafneitun. Svo er aS sjá, aS Drottinn vor hafi unniS sigra
u'na frammi fyrir GuSi í bæn, áSur en hann gekk fram til aS
mæta óvinunum augliti til auglitis. Engin önnur leiS er til.
(Þýtt úr „Scripture Gijt Rulletin“ marz-apríl 1967).