Norðurljósið - 01.01.1967, Page 37
NORÐURLJÓSIÐ
37
BARNAÞÁTTUR
ÓSVÍFNI HVOLPURINN OG FLEIRI SÖGUR
Eftir Victor J. Rogers. — Þýtt. — (Niðurlag).
18. SKRÝTIN DÚFA.
Uppi í háu tré sat stór og svartur krummi. Honum
var kalt. Hann var hungraður. Honum leiddist.
Fyrir neðan hann skammt frá var stórt hús. Um-
hverfis það var garður. Þar gengu nokkrar dúfur
fram og aftur. Þær kurruðu, sungu með sínu nefi
lyftu sér til flugs, sveifluðu sér hringi í kringum
húsið. Svo settust þær aftur. Þeim var hlýtt. Þær voru
feitar. Þeim leiddist ekki.
„Eg vildi ég væri dúfa,“ hugsaði krummi. Ætti
hann ekki að verða dúfa? Gæti hann orðið grár á
litinn og gert lappirnar á sér rauðar, hver myndi þá
vita, að hann væri hrafn? Þá yrði hann feitur. Hon-
um yrði hlýtt og liði vel.
Hann leitaði uppi poll, þar sem mikið var af gráu
slýi. Hann þakti búkinn á sér með því. Hann fann
poll með rauðum lit, og í honum óð hann, þangað
til fætur hans voru orðnir rauðir, eins og hann væri
í rauðum sokkum. Þá tók hann að æfa söng. Hann
lagaði grófu röddina sína smám saman, unz hann
gat kurrað eins mjúkt og dúfa. Þetta var alveg ólíkt
krunkinu hans. Hann leit út eins og dúfa og talaði
eins og dúfa. Nú þurfti hann að læra að ganga eins
og dúfa. Það gekk ekki vel. Honum gekk vel með
annan fótinn, en það var erfitt að láta hinn hlýða
og ganga rétt. Ó, hvað hann verkjaði í fæturna, með-
an hann var að læra að ganga eins og dúfa. Hann
var samt ákveðinn, hélt áfram að reyna og tókst
það með tímanum.
Nú var kominn tími tiJ að fara til dúfnanna. Það
gerði hann. Þeim varð starsýnt á hann. Þeim fannst