Norðurljósið - 01.01.1967, Side 39
N ORÐURLJ OSIÐ
• 39
Þá ertu orðinn sannkristinn, og það þvæst ekki af
þér!
19. HÚSIÐ í SKÓGINUM.
Það var óhreint hús. Gluggarnir voru sprungnir
og rykugir, hurðirnar ískruðu á ryðguðum hjörum.
A gólfinu voru hrúgur af rusli og óþverra.
í húsinu í skóginum bjó lítill drengur aleinn. Eng-
inn hugsaði um hann. Enginn skipti sér af honum.
Ollum var sama, hvernig hann hagaði sér, hvort
hann var heilhrigður eða veikur. Hann var í rifnum
fötum, óhreinn og einmana.
Kvöld nokkurt ætlaði hann að fara að sofa. Hann
breiddi yfir sig ræflana, sem hann notaði sem á-
breiðu. Hann var rétt að sofna, þegar hann heyrði,
að barið var laust á hurðina.
„Hver er þar?“ kallaði hann. Það var svarað
með þýðum rómi: „Opnaðu dyrnar, mig langar að
koma inn.“
„En hver er þetta?“ kallaði hann. „Ég veit ekki,
hver þú ert.“
„Eg vil vera vinur þinn,“ svaraði ókunni maður-
inn. „Eg hefi frétt, að þú eigir hér heima aleinn.“
„Já,“ sagði drengurinn. „Pabbi minn er í fang-
elsi, og mamma mín er farin burt og skildi mig ein-
an eftir, og .... mér mundi þykja vænt um að eiga
vin.“ Hann fór á fætur og opnaði, svo að hann gæti
séð, hvaða maður það væri, sem hefði svo þýðan
málróm.
Ókunni maðurinn var stór og sterkur, góður og
blíður. En þegar hann leit yfir óhreina húsið, sem
tunglskinið uppljómaði, þar sem það skein inn um
brotna glugga, sagði hann þýðlega: „Þú skilur það,
að komi ég hér inn til að vera vinur þinn, þá verð