Norðurljósið - 01.01.1967, Side 40
40
NORÐURLJÓSIÐ
ég alltaf hjá þér, en ég verð að gera hreint húsið,
því að ég get ekki átt heima innan um þennan ó-
þverra.“
„Þá getur þú ekki komið inn hérna!“ hrópaði
drengurinn og skellti aftur hurðinni á andlit ókunna
mannsins. „Mér líkar vel heimili mitt, eins og það
er, með öllum óhreinindum.“
Okunni maðurinn gekk á hrott. En það kom kökk-
ur í hálsinn á drengnum, er hann heyrði fótatak
mannsins fjarlægjast. Ný tilfinning, að hann væri
einmana, greip hann. í fyrsta sinn á mörgum vikum
leit hann á hendurnar á sér, fataræflana og óhrein-
indin umhverfis hann, og hann skammaðist sín.
„Skyldi þessi vinur minn koma aftur?“ hugsaði
hann. „Skyldi hann .... vinur minn,“ og svo sofn-
aði hann.
Kvöldið eftir beið hann til að vita, hvort hann
mundi heyra þessi léttu högg á dyrnar. Og viti menn,
hann heyrði fótatakið nálgast, þegar máninn fór að
skína, og hann heyrði mjúku, blíðu röddina segja:
„Má ég koma inn?“
Drengurinn fleygði frá sér fataræflunum, stökk
á fætur og lauk upp, svo að dyrnar stóðu galopnar.
Hann þráði svo mjög þennan kærleika, sem ókunni
maðurinn bauð honum. „Gerðu svo vel að koma
inn,“ hvíslaði hann. „Hreinsaðu burtu allan óþverr-
ann, ef þú vilt. — Mér þykir í raun og veru ekkert
varið í hann heldur. — Ó, ég skammast mín svo
mikið.“
Ókunni vinurinn vafði drenginn í sterkum örm-
um. „Við skulum gera það allt hreint,“ sagði hann.
„Við skulum báðir saman gera það hreint.“
Jesús stendur við dyr hjartna okkar, og við vit-
um, að þau eru ekki hrein hið innra. Aður en hann