Norðurljósið - 01.01.1967, Page 43
NORÐURLJÓSIÐ
43
meðan hann var ungnr, hve miklu betra hefði það
verið fyrir hann sjálfan. Hann hefði gert Guði svo
miklu meira gagn.
Jesús kallar á ykkur, drengir og stúlkur, í dag,
núna. Hann viil fá ykkur eins og þið eruð. Vilt þú
ekki festa traust þitt á honum núna? Þú skalt ekki
láta það dragast lengur.
Nú skulum við biðja saman:
A ævi minnar árdagsstund,
með æskuglaðri, frjálsri lund,
ó, Kristur, á þinn kærleiksfund
nú kem ég sem ég er.
Amen.
Jesús er að kalla á þig núna.
Sláðu því ekki á frest að koma til hans.
21. ÞETTA ERU FALLEG BLÓM.
„Pabbi,“ kallaði Margrét, „sjáðu þetta yndislega
litla blóm. Hvað heitir það?“
Margrét var há og grönn, hún var hljóðlát stúlka,
þrettán ára gömul. Hún var bláeyg og augnaráðið
blíðlegt. Gullið hárið var mjúkt sem silki, en golan
lék sér að lokkunum kringum rjóðar kinnarnar, þar
sem hún sat í fjallshlíðinni hjá föður sínum. Hún
benti honum á lítið, villt blóm, sem óx á milli stein-
anna. Margrét elskaði blóm, einkanlega villiblóm.
Henni þótti vænt um kanínur og héra og fugla, og
heima átti hún lítinn hest.
Hún var stödd á meginlandi Evrópu og naut þess
í ríkum mæli að ferðast.
„Ég get ekki sagt þér, hvað þetta hlóm heitir,“
sagði faðir hennar og laut niður og athugaði blóm-
ið vandlega, „en þetta er fallegt blóm.“
„Pabbi,“ sagði Margrét, og bláu augun voru al-