Norðurljósið - 01.01.1967, Side 45
NORÐURLJ ÓSIÐ
45
sagði: „Hvað sonur minn er yndislegur. Hve það
væri dásamlegt, ef margir væru líkir honum hér á
himni, fólk, sem væri líkt Kristi, sannkristnir menn,
— menn, sem aldrei eru hefnigjarnir, smásálarlegir,
heldur góðgjamir, örlátir, siðprúðir og sannir, -—-
líkir Kristi.“
Kristur var því gróðursettur á þessari jörð, og
enginn var líkur honum. Jesaja kallaði hann „rótar-
kvist úr þurri jörð.“ Svo kom vetur dauðans, og
hann dó. En vorið hans kom eftir þrjá daga. Hann
reis upp frá dauðum. Hann var sáðkorn, sem féll í
jörðina og bar mikinn ávöxt. Menn fóru að elska
hann, treysta honum og verða líkir honum. Þeir
voru kallaðir kristnir menn, sannkristnir menn.
Sá tími kemur, að himinninn mun verða fullur af
fólki, sem er líkt Jesú. Þetta verður það, sem Faðir-
inn á himnum vildi. Það verður eingöngu vegna
þess, að Jesús kom, lifði og dó og reis upp frá dauð-
um, fyrir okkur.
Ert þú sannkristinn? Þú ert það, ef þú elskar
Drottin Jesúm og treystir honum. Ert þú að verða
líkari og líkari honum? Þú getur orðið það, ef þú
lætur hann stjórna því, hvernig þú breytir. Líf hans
innra með þér vex og þroskast meir og meir eftir
því sem þú hlýðir honum betur og treystir honum
meir. Svo kemur sá tími, þegar þú ferð og verður
með honum í himninum. Jóhannes postuli ritaði:
„Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn, og það er
ennþá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér
vitum, að þegar hann birtist, munum vér verða hon-
um líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann
er.“
Þetta er það, sem Guð vill, — margt fólk, sem er
líkt Jesú.