Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 46
46
NORÐURLJÓSIÐ
Hvað sagðir þú? „Ég er ekki mjög líkur Jesú
ennþá.“ Það getur verið. En ef þú lifir í nálægð
hans, lærir að tala við hann í bæn og að lesa Orð
hans, lærir að treysta honum og hlýða honum í öll-
um hlutum, þá munt þú vaxa og verða líkur honum:
góður, vingjamlegur, hógvær og sannur og ....
og . . . . og.
Ágætt, þú ætlar að líkjast Jesú.
22. FAÐIR MINN ER ÞARNA UPPI.
Þykir þér gaman að ferðast í strætisvagni? Jóu
litlu þótti gaman að því. Pabbi hennar átti bifreið,
en mamma var að nota hana. Hún þurfti að fara
með Símon til tannlæknis. Jóu þótti vænt um, þegar
pabbi sagði: „Komdu, Jóa, farðu í kápuna. Við
ætlum í strætisvagni í bæinn.“
Strætisvagnar erlendis eru oft útbúnir þannig, að
sæti eru inni og svo uppi líka. Þeir minna á hús,
sem er tvær hæðir. Jóa vildi sitja inni. Henni leið
ekki vel að ganga upp stigann. Tröppurnar voru
svo háar. Svo gat hún séð búðirnar betur, ef hún
sat niðri.
Ef hún sat uppi, sá hún inn um gluggana á skrif-
stofum, hvar vélritarar og bókhaldarar sátu, eða
hún sá inn í stofur fólksins eða ofan á sóltjöldin.
Þegar því pabbi sagði: „Jæja, unga stúlka, upp með
þig,“ þá sagði hún: „Ó, pabbi, má ég ekki vera
niðri? Þú ferð upp, en ég verð út af fyrir mig niðri.
Það verður gaman.“
Pabbi brosti. Hann vissi, að hann gat treyst Jóu,
svo að hann settist uppi, en Jóa náði sér í framsæti,
svo að hún gat séð allt framundan.
„Fargjöldin, gerið þið svo vel,“ kallaði vagn-
þjónninn. „Fargjaldið yðar, ungfrú,“ sagði hann