Norðurljósið - 01.01.1967, Page 49
NORÐURLJÓSIÐ
49
og fór inn í eldhúsið. Hún var að búa til sultu.
En Toni fór að verða hræddur, því að það, sem
var langt í burtu, og síðan fjaran, sem var nálæg,
allt fór að verða óskýrt og vont að sjá það. Bátarnir
á flóanum hurfu og kofi strandvarðarins. Loks varð
allt eins dimmt og það hafði verið.
„Mamma!“ hrópaði hann, og þreifaði eftir dyr-
unum. „Mamma!“ En áreynsla dagsins var orðin
honum um megn. Það leið yfir hann, og hann datt á
gólfið.
Þegar hann raknaði við úr yfirliðinu, var allt
eins dimmt og áður. En ljósker sýndi áhyggjufullt
andlit móður hans. Hann gat séð móður sína, meðan
hún óróleg skýrði það fyrir honum, að svona myrk-
ur kæmi á hverju kvöldi. En nú var sá mismunur,
að hann gat séð það, því að augu hans höfðu verið
opnuð. En það mundi alltaf koma morgunn aftur,
þó að myrkur kæmi á hverju kvöldi.
Þegar Drottinn Jesús er búinn að sýna okkur, að
við þurfum á honum að halda og dásamlega hjálp-
ræðinu hans, þá hefir hann opnað augu okkar, svo
að við erum orðin sjáandi. Það munu samt koma
tímar, þegar okkur finnst allt vera dimmt og við ekki
geta séð, hvaða leið við eigum að halda í lífinu. En
þetta er allt í lagi. Hann er alltaf hjá okkur, og það
mun aftur koma morgunn.
Jesús sagði: „Eg er ljós heimsins. Hver, sem fylg-
ir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós
lífsins.“
Það getur farið svo, að þú bregðist honum stund-
um. Þá mun þér sýnast allt dimmt af skýjum. Skýin
munu líða frá, og ljósið mun skína aftur, því að
Jesús bregzt okkur aldrei. Við getum brugðist hon-
um, en JESÚS BREGZT ALDREI.