Norðurljósið - 01.01.1967, Side 50
50
NORÐURLJÓSIÐ
24. KITTY VARÐHUNDUR.
Elsass-hundar virðast ólíkir öðrum hundum, hvort
sem það stafar af því, að þeir líta svo grimmúðlega
út, þegar þeir eru að gegna skyldustörfum sínum
sem varðhundar. Þá urra þeir og gelta hátt. Eða,
það getur verið vegna þess, að þeir eru svo stórir
og sterkir. Fullorðið fólk, sem ekki á Elsass-varð-
hunda, er alltaf eitthvað skrýtið, þegar það er í nánd
við þá! Smali smáhundur eða Spori sporhundur
geta gelt og urrað, og fólkið segir: „Hann er góður
hundur.“ En hann Vaskur varðhundur, það er nú
eitthvað annað! Fólkið segir: „Elsass-hundurinn
hefir gert þetta! Elsass-hundurinn hefir gert það!“
Og sagt er frá því í blöðunum.
Auðvitað eru drengir og stúlkur ólík fullorðna
fólkinu. Þeim þykir vænt um varðhunda. „Eyrun
eru eins og flauel,“ segja þau. „Hvað hann hefir
yndisleg augu!“ Og hvað það er gaman að stinga
höndunum inn í þykkt hárið á hálsi honum! En auð-
vitað þykir Elsass-hundum vænt um börnin. Þegar
þeir eru góðir, má alitaf tiúa þeim fyrir börnum.
Súsanna var aðeins tveggja ára. En mamma henn-
ar skildi hana alltaf eftir hjá Kitty, sem var stór
E1 sass-hundur. Kitty var svo góð, ekkert grimm og
reglulegur varðhundur. Enginn gat snert Súsönnu,
ef Kitty var í nánd, var mamma hennar vön að segja.
Hún var vön að horfa á þær, þegar þær voru að leika
sér saman úti á grasflöthmi.
Svo kom rigningardagur. Blaut laufin fuku um
garðinn. Pabbi fór til vinnunnar með uppbrettan
hálskragann. Mamma fékk Súsönnu boltann hennar
til að leika sér að í borðstofunni. Það var ekki nærri
því eins gott að fara í boltaleik inni eins og úti.
Smáfólkið verður þó að fá að hreyfa sig eins fyrir