Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 51
NORÐURLJÓSIÐ
51
það, þótt það sé rigning. Kitty var ágæt að „grípa.“
Satt er það, að gólfábreiðan fór stundum úr lagi, og
stundum komu dynkir, þegar húsgögn féllu á gólfið,
en mamma lokaði eyrunum fyrir þessu öllu, þar
sem hún var að þvo upp frammi í eldhúsinu. Hún
vissi, að Súsanna gæti leikið sér við Kitty. Hún gat
séð í huganum, hvernig Súsanna skriði á hnjánum
til að ná mjúkum boltanum undan borðinu. Hún
gat séð í huganum, hvernig Kitty sat og vakti yfir
öllu með uppsperrt eyrun, meðan hún beið eftir
því, að Súsanna kastaði boltanum til hennar.
Allt í einu hrökk mamma upp úr draumum sín-
um. Hræðilegt óp kom úr stofunni. Á eftir kom
skellnr, urr og gelt. Hún þerraði ekki hendurnar,
en hljóp inn í stofuna. Þar lá Súsanna flöt á gólf-
ábreiðunni. Kitty stóð yfir henni, og var sem eldur
brynni í augunum, og skein í hvítar vígtennur.
„Súsanna!4' kallaði mamma hennar, þreif hund-
inn frá barninv og reisti það upp og tók það í fang
sér.
En Súsanna barðist um og losaði sig úr verndar-
faðmi móður sinnar. Með framréttum höndum hljóp
hún að eldinum á arninum og kallaði: „Boltinn
minn! Boltinn minn!“
Þá skildi mamma hennar, hvað hafði gerzt, og
hve góð og vitur Kitty var, að stöðva litlu stúlkuna,
svo að hún gæti ekki farið með hendurnar í eldinn
til að ná aftur boltanum.
Mamma sagði þá Súsönnu sinni, hvað Kitty hefði
verið að reyna að segja henni, að hún mætti aldrei
snerta eldinn, og mamma setti upp stóra hlíf fyrir
framan arineldinn, svo að bolti færi aldrei framar
í hann.
Mamma og Súsanna tóku fast utan um Kitty og