Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 53
NORÐURLJÓSIÐ
53
Þá sneri prédikarinn sér að drengnum, sem orðið
hafði þriðji. „Hvað vilt þú segja um þetta?“
„Eg vildi ekki verða seinastur,“ sagði sá dreng-
ur, „svo að ég var alltaf að líta um öxl til að sjá,
hvort sá freknótti væri að ná mér.“
„Hvernig var það með þig?“ sagði prédikarinn
við drenginn, sem varð annar. „Sporin þín liggja
líkt eins og þú hefðir verið að fylgja öldunum eftir.“
„Það var einmitt það, sem ég gerði,“ sagði dreng-
urinn. „Ég reyndi að halda beinni stefnu með því
að fylgja öldunum eftir.“
„Þú hefðir getað orðið fyrstur,“ sagði prédikar-
inn, „ef þú hefðir ekki haft svona augun á öldunum.“
„Sporin þín liggja eins beint og nokkuð getur ver-
ið beint,“ sagði prédikarinn við drenginn, sem varð
fyrstur.
„Ég horfði á klettinn allan tímann, unz ég var
kominn að markinu,“ sagði hann.
Þá sneri prédikarinn sér að hópnum, drengjum og
stúlkum, og sagði:
„Þið vitið, að biblían segir, að við eigum að
þreyta þolgóð það skeið, sem okkur er ætlað að
hlaupa, og beina sjónum okkar til Jesú.
„Skiljið þið það, að trúarlífið er líkt kapphlaupi.
Við byrjum við krossinn, þar sem Jesús dó. Ef við
horfum aðeins á, hvað annað fólk gerir, þá förum
við skakkt, alveg eins og það. Ef við lítum um örl
til að gá að, hvort nokkrir fylgi á eftir okkur, eða
ef við erum alltaf að gá að, hvað er tízka í þann
svipinn, ef við gerum hlutina einungis vegna þess,
að annað fólk er vant að gera þá, þá verður ævi-
braut okkar mjög hlyhkjótt. En ef við horfum á Jes-
úm, ef við gerum það, sem hann vill, að við gerum,
ef við treystum honum og hlýðum honum, þá verð-