Norðurljósið - 01.01.1967, Page 54
NORÐURLJ ÓSIÐ
54
ur brautin okkar bein, unz við hlaupum beint upp í
opna arma hans og heyrum hann segja: ,Gott, þú
góði og trúi þjónn‘.“
Við skulum þreyta þolgóð þetta kapphlaup, sem
við eigum í vændum, og á hvað eigum við að horfa?
A hvað eigum við að horfa?
Við eigum að beina sjónum okkar að Jesú, horfa
á hann einan.
26. ÞEGAR BÖRNIN HÉLDU SÉR HREINUM.
Pabbi hafði verið svo afarlengi að heiman. Hróa
og Súsönnu fannst, að það væru mörg ár, síðan hann
hafði tekið þau í fang sér og þrýst órakaðri kinn-
inni að litla, slétta vanganum þeirra. Það var gam-
an að hafa pabba hjá sér. Hrói og Súsanna veltu því
fyrir sér, hvenær þau mundu sjá hann aftur.
Þá var það, sem bréfið kom.
Það var verið að borða morgunmatinn, þegar það
kom. Augun í mömmu ljómuðu, þegar hún leit í
bréfið.
„Súsanna,“ sagði hún, „Hrói, hvað haldið þið?
Pabbi fer að koma heim.“
Þau hrópuðu upp yfir sig bæði í einu: „Núna? í
dag? Hvenær?“
„Hann ætti að koma á morgun,“ svaraði mamma
þeirra. „Hann getur ekki sagt, með hvaða lest hann
kemur, en ég býst við, að það verði ekki fyrr en
seinni partinn.“
Dagurinn ætlaði aldrei að líða. Ó, að það hefði
verið í dag, sem pabbi ætlaði að koma. En hann
kæmi þá á morgun. Það var hægt að treysta pabba.
Hann brá aldrei út af loforði sínu. Hann kæmi þá á
morgun, eins og hann hafði skrifað.
Um þetta voru þau að hugsa liðlangan daginn,