Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 55
NORÐURLJÓSIÐ
55
og um þetta dreymdi þau, þegar þau lögðu syfjaða
kollana á koddann.
Næsta morgun voru þau árla á fótum. Mamma
heyrði þau læðast ofan. Hún kallaði til þeirra, að
bíða, unz hún hefði klætt sig og hefði eldað morg-
unverð. Súsanna var í bezta, hvíta kjólnum sínum,
litlum, hvítum sokkum og í spariskónum. Hrói var
í hvítri skyrtu, ljósgráum stuttbuxum, og skórnir
hans skinu, svo vel voru þeir fágaðir.
Þau gleyptu í sig morgunverðinn og hlupu svo á
járnbrautarstöðina. Allan þann langa morgun biðu
þau, meðan hver lestin af annarri kom hátignarlega
inn í stöðina.
Enda þótt þau vissu það, að engin lest kom um
hádegisverðarleytið, hlupu þau heim og síðan aft-
ur á stöðina, hlupu svo hratt sem fæturnir gátu bor-
ið þau. Allan seinni part dagsins voru þau sem á nál-
um af eftirvæntingu. Farmiðasalinn var góður mað-
ur, og honum stóð á sama, hve margra spurninga
þau spurðu hann.
„Hvenær kemur næsta lest?“ spurðu þau alltaf,
og síðdegið leið. Tvö lítil andlit voru þarna og spegl-
aðist í þeim vonbrigði, ráðaleysi og svo örugg eft-
irvænting.
„Hann sagði, að hann kæmi í dag,“ hvísluðu þau.
Og rétt þegar sólin var að setjast, og kvöldskuggarn-
ir voru orðnir langir, sáu þau hann.
„Pabbi!“ hrópuðu þau, „við vissum, að þú kæm-
ir í dag; alveg eins og þú sagðir.“
Mamma þeiri'a var komin líka. Hún stóð róleg og
beið, uns röðin kæmi að henni, að '-era föðmuð og
kysst. Mamma sagði, að þau hefðu haldið sér svo
hreinum þennan dag, að þau hefðu aldrei verið eins
hrein, af því að þau voru að bíða eftir pabba sínum.