Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 59
NORÐURLJOSIÐ
59
með í förinni. Hefir móðir mín líklega haft rúmföt með sér.
Kom ásamt með þeim, að lífi mínu mundi bezt borgið með þeim
bætti, að ég var látinn í poka, lykkju brugðið utan um opið, og
síðan var ég bengdur upp á klakkinn sem önnur ferðatrúss. Þeg-
ar komið var yfir iækinn, var ég aftur tekinn úr pokanum, og
ferðalagið hélt áfram með sama bætti og áður, enda þá skammt
ófarið til Grundar.
Atvik þetta minnir mig á það, þegar kristnir menn í Damask-
us vildu bjarga lífi Fáls postula, er Gyðingar sátu um líf hans.
Þeir brugðu á það ráð, að láta hann í körfu, og síðan létu þeir
hann út um glugga á borgarveggnum, og svo var hann látinn
síga til jarðar.
Móðurástin og bróðurástin finnur ýmsar leiðir, þegar þeim
skal bjarga, sem elskaðir eru, hvort sem mikiisháttar lærisveinn
Krists á í hlut eða aðeins iítið barn, sem enginn veit, hvort
verður að nokkru liði síðar í lífinu. Þetta minnir mig einnig
á, hvað Guð lagði mikið í sölurnar til að bjarga okkur mönn-
unum frá þeim eilífa dauðadómi, sem annars beið okkar sam-
kvæmt kröfum heilagleika hans og réttlætis. Guð elskaði svo,
að hann gaf 'hið bezta og dýrmætasta, sem hann átti, dýrlega,
blessaða frelsarann Jesús, soninn hans elskaða.
Þar á Grund fæddist lítil stúlka. Hún átti síðar eftir að verða
leiksystir min.
2. Næstu minningar.
Rétt hjá bænum, þar sem ég fæddist, er hár hóll og kallaður
Nípa. Þangað lögðu leið sína einn sumardag móðir mín og
stjúpa föður míns. Eg var þá kominn á annað ár og tifaði sjálf-
sagt á stuttum fótum upp á Nípuna með þeim. Ég man eftir því,
er upp var komið, að vatn var við hliðina á hólnum, sem við
stóðum á. Ég man eftir móður minni við þessa tjörn, þegar ís
var kominn á hana. Þar var líka drengur, miklu stærri en ég,
sem fór með mig út á ísinn, en mamma bannaði bonum það.
Hún var að skola þar eitthvað í tjörninni.
Drengur þessi hét Bjarni og var á fermingaraldri. Hann sótti
mjög út á ísinn á tjörnunum, er þær tók að leggja. Síðar um
veturinn féll hann niður um ótryggan ís og drukknaði. Hann
hlýddi ekki banni móður minnar. Þau eru ekki ófá, mannslífin,
sem glatazt hafa, af því að ekki var hlýtt boði eða banni þeirra,
sem eldri voru eða vitrari. En hví skal á þá deilt? Við hlýðum