Norðurljósið - 01.01.1967, Side 60
60
NORÐURLJ ÓSIÐ
ekki svo vel boðum Guðs eða banni, sem biblían fræðir okkur um.
Síðla sumars mun ég hafa tekið upp þann sið, að standa við
gluggann og horfa á sólina, þegar hún fór að hverfa bak við
hæðir eða fjöll í vestri. Eg man eftir mér við gluggann, en ekki,
hvað ég var að gera. Þegar hún kvaddi, fór ég alltaf að gráta og
kvarta yfir því, að sólin væri farin og kæmi aldrei aftur, sagði
móðir mín síðar. Það var eins og ég gæti ekki skilið það eða
munað, sem mér var sagt, að sólin kæmi alltaf aftur. En mun
það ekki fara svo fyrir fleirum en mér, þegar það hverfur, sem
verið hefir ævisólin, að traustið á, að aftur muni birta, er harla
lítið? Sæll er sá, sem treystir og fylgir Drottni Jesú. Hann hefir
fyrirheitið um Ijós, svo að hann þurfi ekki að vera í myrkrinu.
Um það bil, er ég varð tveggja ára, varð ég snögglega máttlaus
í hægra fæti, og náði magnleysið upp fyrir hné. Gat ég ekkert
gengið. Varð ég þá að skríða. Var mér lengi minnisstætt, hve
leitt mér þótti, að þurfa að byrja aftur að skríða. Engar vissi
móðir mín orsakir þessarar lömunar. Ég mun ekki hafa orðið
mikið veikur áður, því að hún hefði tekið eftir því. Mátturinn
fór að koma í fótinn smám saman. En lengi varð hann mér svik-
ull, svo að ég datt, oft þegar mér gegndi verst.
Var þetta lömunarveikin? Læknar hafa sagt, að hennar muni
fyrst hafa orðið vart á íslandi árið 1905. En hún mun hafa stung-
ið sér niður fyrr, þótt það hafi ekki á skýrslur komizt.
Þegar ég var kennari í Sveinsstaðáhreppi veturinn 1927—1928,
var í Vatnsdalshólum til heimilis lömuð stúlka. Hún var svo
lömuð á handlegg og fæti, að hún lá alltaf rúmföst. Mér var sagt,
að þannig hefði hún legið í 25 ár. Hennar tilfelli hlýtur að hafa
verið regluleg lömunarveiki, mænuveikin. Mitt tilfelli var ári
fyrr og gæti hafa verið vægara. En það er víst, að í bernsku var
ég mjög slæmur á taugum og ákaflega þréklaus til áreynslu. En
þau einkenni vilja oft loða við fólk, sem fengið hefir mænuveiki.
Faðir minn átti systur, sem Þuríður hét. Eitt sinn kom hún
í heimsókn og dvaldi einhvern tíma hjá foreldrum mínum. Man
ég eftir því, að ég lá í rúmi mínu, og hún tók að greiða sér.
Hárið var bæði mikið og fagurt. Þótti mér gaman að horfa á
þetta.
Skyndilega fór gamanið að grána. Hún fór að greiða hárið
fram fyrir andlitið. Þá fór ég að verða hræddur. Var þetta Þur-
íður? Var þetta ekki eitt'hvað óttalegt, sem mundi gera mér mein,
taka mig? Sem betur fór birti aftur, hárið hvarf frá andlitinu,