Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 64
64
NORÐURLJÓSIÐ
ið var. Þarna var margt gert sér til gamans, og átti ég að taka
þátt í leikjunum ásamt öðrum krökkum.
Einn leikurinn þótti mér harla skrýtinn. Kvenfólkið sat allt
inni í stofu, en við karlmennirnir fórum framfyrir dyr. Síðan
gekk inn einn maðurinn. Atti hann að hneigja sig fyrir ein-
hverri stúlku, og var þá sagt, að hann væri að hiðja hennar. Ef
hann var hinn rétti, hneigði hún sig á móti, en annars var klapp-
að og ussað.
Þar sem fólkið var stundum að jafna okkur Siggu litlu saman,
og hún ætti að verða konan mín, þá taldi ég alveg víst, að mér
væri ætluð hún. En að fara að biðja hennar Siggu! Það skyldi
ég ekki gera tafarlaust! Þegar röðin kom að mér, hneigði ég
mig fyrir einni af fullorðnu stúlkunum. Mér var bent á, að ég
ætti að reyna við þær, sem væru á mínu reki. Slíkt var mér svo
fjarri skapi, að ég gafst upp á leiknum eftir tvær eða þrjár til-
raunir, minnir mig, og fór í hálfgildings fýlu.
Það getur byrjað snemma, að menn séu óráðþægir í hjóna-
bandsmálunum!
Svo fór fólkið í skrýtinn leik, sem það kallaði að dansa. Þá
var ég tekinn að gerast syfjaður og úrillur og fannst fátt um
leikinn, þótt fólkið væri hrifið af 'honum.
Nokkru norðar en Breiðibólsstaður eru Klamhrar. Þar var þá
Iæknissetur. Móður minni og læknisfrúnni var vel til vina. Fór
móðir mín eitt sinn að fylgja henni áleiðis heim eftir messu-
gerð á Breiðabólsstað. Ég hafði farið með móður minni til kirkj-
unnar, sofnað undir ræðunni, verið borinn inn og lagður þar
í rúm. Bað móðir mín fólkið fyrir mig, ef ég skyldi vakna.
Nú fór svo, að ég vaknaði. Fólkið gaf sig að mér, en ég vildi
engan þýðast, lagði af stað og stefndi heim til Grundar. Þar var
stutt á milli bæja og engin leiti á milli, sást því vel til ferða minna.
Ég þurfti að ganga á fremur mjórri brú eða borði yfir Grundará,
og mundi mér naumast hafa orðið bjargað, hefði mér skriplað
fótur. Yfirförin gekk þó slysalaust.
Á leiðinni heim, og meðan ég beið mömmu, tók að magnast
hjá mér reiði í garð hennar. Hvernig gat hún mamma verið
svona, að fara frá mér og skilja mig eftir hjá ókunnu fólki?
Þá fann ég, er reiðin var að grípa mig, að einhver áhrif, sem
ekki voru frá sjálfum mér, vildu halda bræði minni í skefjum
og fá mig til að reiðast ekki móður minni. En vilji minn vann
sigur á þeim, og ég gaf mig ofsareiði á vald. Fæddist þá hjá mér
sú hugsun — ef hún var þá komin frá mér — að ég skyldi kasta