Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 65
NORÐURLJ OSIÐ
65
grjóti í möntmu, þegar hún kæmi. Lét ég ekki standa á fram-
kvæmdum, þegar hún kom. Yarð' hún fyrst undrandi, sem vænta
mátti á viðtókunum, en þar næst beitti hún mig hörðu til að láta
mig hætta. SefaSist ég þá smám saman.
Upp frá þessu tóku að sækja að mér óstjórnleg reiSiköst. Er
þau gripu mig, var ég naumast eða ekki með sjálfum mér, ein-
hamur. Ekki batnaði, er ég tók að kynnast sögum af berserkjum
til forna. Ég átti stundum sökótt við stráka á svipuðu reki og
ég. Höfðu þeir gaman af að hleypa mér upp, og voru þeir oftast
þrír eða fjórir á móti mér einum, því að í tryllingsköstum þess-
um óx mér afl, svo að um munaði. Annars var ég óáleitinn við
aðra og beitti sjaldan stríðni eða hrekkjum. Ég vildi fá að vera
í friði, óáreittur.
Bræðiköst þessi rénuðu ekki að ráði fyrr en eftir afturhvarf
mitt til trúar á Drottin Jesúm. Eimdi þó lengi eftir áf bráðlyndi
mínu, svo að það mun naumast horfið með öllu enn.
Ég hefi stundum hugsað um, að áhrif þau, sem vildu halda
mér í skefj um, hafi verið frá Anda Guðs. Einn af þeim ávöxtum,
sem hann lætur vaxa í lunderni sannkristins manns, er sjálfs-
stjórn, vald yfir sjálfum sér, tilfinningum og geði. Hins vegar
er til annar andi, sem vill ná sem mestu valdi yfir mönnunum.
Til þess getur hann notað reiði, ofsa, stjórnleysi á skapsmunum.
Biblían segir: „Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki
setjast yfir reiði yðar, og gefið djöflinum ekkert færi.“ (Efes.
4. 26., 27.). Bibiían bannar kristnum feðrum að reita börn sín
til reiði. Má af því marka, að reiðin er háskaleg.
Svefninn minn í kirkjunni forðum varð ein af dýrkeyptustu
stundum ævi minnar. Postulinn Pétur afneitaði Meistara sínum.
Hann svaf, þegar hann átti að vaka og biðja. Það gera fleiri en
hann.
A Grund varð ég fjögurra ára. Um það leyti hóf móðir mín
að kenna mér að lesa. Varð verkið ærið harðsótt. Maður, sem
er að læra að lesa, þarf að vera kyrr svo lengi, að hann sjái
stafinn, sem hann á að læra að þekkja í það skiptið. En ég var
allur á iði, ókyrrari en krían sjálf. Brá móðir mín á það ráð,
að halda mér aldrei lengur en fimm mínútur að náminu hverju
sinni. Mun ég hafa lært að þekkja litlu stafina með því móti.
Eirðarleysið óstjórnlega og vanstillingin á skapsmunum get-
ur hafa átt rót sína að rekja til veiklaðra tauga. Þegar ég eltist,
tók ég að stillast, og eirðarleysið hvarf að nokkru leyti. En vet-
urinn 1924 fyrir jól lá ég í mislingum og veiktist mikið. Á eftir