Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 67
NORÐURLJÓSIÐ
67
kominn með nokkru frosti. Ekki mátti láta það aftra sér, er nauð-
synlegar framkvæmdir voru annars vegar. Ég kom í flagið til
Jóns og bað um skóflu. Hún var af þeirri gerð, sem menn nefna
spaða á Akureyri. Jón vísaði mér á skóflu, sem stungið var
niður og stóð rétt hjá. Ég tók hana og lagði til atlögu við þúf-
urnar, ekkert linlega, fannst mér, enda brotnaði skóflan.
„Hvað er þetta, strákur, ertu að brjóta skófluna fyrir mér?“
kallaði Jón þá til mín, ekkert mjúkur í rómnum. Ég varð hrædd-
ur og greip á sprett heim til mömmu. Hún sat á rúmi sínu, og
settist ég hjá henni. Skildi hún ekkert í því, að ég sat kyrr um
stund. Spurði hún mig, hvort nokkuð væri að. „Það brotna skófl-
ur og ýmislegt,“ varð mér að orði, sagði hún mér síðar. Seinna
spurði hún Jón svo eftir þessu með skófluna. Sagði hann þá, að
hún hefði verið brotin, og þetta sagði mamma mér. Fannst mér
þetta ljótur hrekkur af Jóni. Ekki mun hann oft hafa hrekkjað
mig, því að honum þótti fremur vænt um mig. En þetta spillti
fyrir mér ánægjunni af deginum, sem ég hafði hlakkað svo til.
Á bak við alla hrekki er eigingirni þess, sem beitir þeim. Hann
hefir ánægju af þeim, og það er aðalatriðið í augum hans. Um
tilfinningar þess, sem fyrir hrekknum verður, er ekkert skeytt.
„Sér til happs að hrella mann
hefnir sín með árum.
Flý sem helið fögnuð þann,
sem fæst með annars tárum.“
Þannig kvað skáldið og spekingurinn Steingrímur Thorsteins-
son.
Faðir minn mun eitthvað hafa verið heima þetta sumar, að
minnsta kosti minnist ég þess, að kvöld eitt kom hann heim og
var þá svo votur, að hann klæddi sig úr hverri spjör. Illviðri
mi'kið hafði legið á þennan dag. Síðar meir heyrði ég, hvað hann
gerði um daginn.
Bóndinn á Grund og presturinn á Breiðabólsstað deildu um
engi. Samkomulag var um það, að hvor um sig skyldi hafa það
gras af enginu, sem hann næði. Jón á Grund sendi þangað sonu
sína tvo, en presturinn föður minn. Vildi hann ekki láta sitt eftir
liggja. Sló hann bæði af keppni við hina og svo til að halda á
sér hita í vatnsveðrinu. Heyrði ég, að prestur hefði átt að segja,
að aldrei 'hefði hann fengið rneira hey af enginu en þennan dag,
þegar faðir minn sló fyrir hann.
Þegar vetra tók, lagði pabbi aftur af stað ti! sjávar, vestur á