Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 68
68
NORÐURLJÓSIÐ
ísafjörð, en þar var þilskipaútgerð. Ég fékk að fylgja honum
af staS. Þá var snjór allmikill fallinn á jörS, og blés vindur af
austri. Er ég var kominn svo langt, aS bærinn var horfinn, átti
ég aS snúa viS, en fékk þó aS fara dálítiS lengra. Svo var eng-
in undankoma, ég varS aS snúa viS.
A leiSinni beim tók að hvessa og snjóinn að skafa. HríSin óx
hratt og magnaSist, og frost var mikið, svo að ég fór aS verSa
feginn, að ég hlýddi og hélt heim.
Bak við HurSarhak eru klettar, sem heita Björg. Mér varð lit-
ið upp til Bjarganna. Þykist ég þá sjá, hvar kiona, stutt og digur,
kom hlaupandi undan veðrinu ofan frá Björgunum. Fannst mér
undrun sæta, hve hratt hún hljóp. Þóttist ég vita, að hér mundi
vera huldukona á ferð, sem ætlaði að taka mig, eða þá gamla
Grýla. Hvort sem heldur var, þá var einskis annars kostur en
hlaupa svo 'hratt, sem fæturnir gátu borið mig. Komst ég inn um
dyrnar í þann mund, sem konan kom að bæjarbaki. Ég sagði
móður minni frá, en hún kvað þetta mundu verið hafa poka, sem
hefði verið að fjúka. Þetta fannst mér fráleit skýring. Enginn
poki hafði tvo fætur. Jæja, þá hafði þetta verið Imha. Ekki vildi
ég trúa því. Mig langaði til að trúa, að þetta hefði verið eitthvaS
yfirnáttúrulegt. Barnalegt? AuSvitaS. En ræður ekki óskhyggjan
nokkuð miklu í trú og trúarskilningi margra, þótt fullorðnir séu?
Þegar kominn var vetur, var aftur haldiS áfram með lestrar-
námið. Þá fór mig að langa til að þekkja stóru stafina. Sá ég þá,
að undir hverjum stórum staf var lítill stafur, sem ég þekkti. Þá
var auðvelt að vita, hvað stóri stafurinn hét. Þannig lærði ég að
þekkja þá alla. Þetta var upphaf sjálfsnáms míns, sem mér hefir
orðið mjög notadrjúgt um ævina. Var það og er sannfæring
mín, að sjálfsnám mannsins efli mest þroska hans, þótt
„skólanám, með skilning æft og vilja,
sé skemmri leið á braut til fullkomnunar.“
Þannig kvað Þorska'bítur, íslenzkt skáld í Vesturbeimi.
Dvöl okkar á Hurðarbaki var eitt ár.
6. í Hrísum.
Næsta vor, 1905, fluttum við að Hrísum. Þar bjó ekkja, sem
hét Sigrlður. Hún hafði ráðsmann, sem Guðbrandur hét, venju-
lega nefndur Brandur. Sonu átti hún þrjá. Hét hinn elzti Agúst,
miðsonurinn Guðmann, en ESvarð hinn yngsti. Til heimilis var