Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 70
70
NORÐURLJÓSIÖ
fyrir honum, hvað það var, sem hann fól fyrir mönnum. Þá mun
honum fyrirgefið verða, hið gamla vera afmáð, og þess aldrei
framar verða minnst. „Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af
allri synd,“ er fyrirheit Guðs.
Um vorið, áður en kaupskip komu, var fremur hart í búi, og
lítill matur hjá foreldrum mínum. Mun þá móðir mín hafa orðið
að fara að leggja sér til munns hrossakjöt. Hún tilheyrði þeim
tíma, þegar allt „betra“ fólk bragðaði ekki hrossakjöt og bauð
við því. Man ég eftir, að hún hafði orð á því, að henni bauð við
því, sem hún þurfti að borða.
Faðir minn kom heim frá sjónum og með eða fékk sendan
hval. Var settur stór pottur á hlóðir ofan garðs, því að lykt mun
hafa verið af ósoðnum hval, sem ekki þótti gott, að bærist í
bæinn. Var þar soðinn hvalurinn og settur á eftir í sýru. Lítið
þótti mér varið í hann og át hann naumast eða ekki. Leið svo
fram á sumar. Þá fór móðir mín á engjar og hafði mig með sér.
Mér þótli tíminn langur, meðan hún var að raka, og tók að ger-
ast svangur. Loks kom sá tími, að hún tók upp matarbitann,
sem hún hafði með sér, og var það hvalur. Þá brá svo við, að
mér þótti hann hið mesta hnossgæti og þótti leitt að heyra, að
þetta væri síðasti bitinn, sem væri til. En eftir þetta þótti mér
hvalur ætíð góður. Það fer víst svo fyrir mörgum, sem byrja
að lesa biblíuna, að þeim finnst annarlegt matarbragð af henni,
einkum ef þeir hafa vanizt lestri lélegra bókmennta. Hins vegar,
komist einhver á bragðið, þá er bihlían mesta hnossgætið, sem
mannsandinn getur gætt sér á.
Móðir mín hélt áfram að kenna mér lestur um veturinn, en
ókyrrð mín og óþægð voru samar og áður. Þó smámiðaði í
áttina.
Eins atviks verð ég að geta, sem kom fyrir um sumarið. Fært
var frá í Hrísum um sumarið, sem þá var almennur siður. Þar
var þá smali piltur, sonur Jóns Hanssonar. Smalinn var nokkr-
um árum eldri en ég.
Eitt kvöld var mamma mín að hjálpa til að mjólka ærnar. Ég
lá uppi á kvíaveggnum. Kom þá piiturinn skyndilega og hratt
mér ofan af veggnum. Hann vissi ekki eða gætti þess ekki, að
á bak við vegginn var hrúga af steinum. Ég kom niður á mjó-
hrygginn, ofan á steinana, og kenndi svo til, að nærri lá að yfir
mig liði af sársauka. Varð ekki meira úr mjöltum þá hjá móður
minni. Hún tók mig og bar mig heim og sat með mig í fanginu. jj^
Að þessari byltu og fleiri svipuðum, sem ég fékk á neðanvert