Norðurljósið - 01.01.1967, Page 71
NORÐURLJÓSIÐ
71
bakið, bjó ég lengi. Langt fram a aldur var ég alitaf veill í bak-
inu og lá oft rúmfastur af gigt. Hófust þau köst, er ég var um
tvítugt.
Þegar ég hafði lengi verið hjá Arthur Gook á Akureyri, en
hann stundaði lyflækningar að hætti smáskammtalækna, sem
nefndir eru hómópatar í daglegu máli, tók mér að hatna. Eitt af
lyfjum ’hans hét Arnica, og þegar ég tók það inn í fyrsta sinn,
fann ég, að það hafði undragóð áhrif á bakið mitt. En það er
eðli þess ly*fs, að það verkar langt aftur í tímann, eyðir gömlum
áhrifum af byltum eða meiðslum. En gigtarköstin losnaði ég
við til fulls á þeim árum, sem ég lifði að hætti náttúrulækninga-
manna og bragðaði hvorki kjöt né fisk.
Ég hefi áður getið bæjarlæksins í Hrísum. Hann fór í kaf í
fönn um veturinn, og lá nokkuð þykkur skafl yfir honum. Var
gert gat á skaflinn og náð þar upp vatni. Eitt sinn gerði asa-
hiáku, og rann lækurinn ofan á skaflinum. Síðan frysti og tók
að snjóa.
Morguninn eftir hlákuna kom ég út og gekk þangað, sem læk-
urinn hafði runnið. Nú var hann hlaupinn undir snjóinn.
Skyndilega brast eitthvað undan fótum mér, og ég hlunkaðist
niður upp undir hendur. Eg hafði lent í gatinu, sem gert var á
skaflinn. Ég fann eða gat séð, að lækurinn rann rétt neðan við
fætur mér. Upp var mér ógerlegt að komast. Hvað var hægt að
gera? Auðvitað að orga af öllum lífs og sálarkröftum. En ég
var vonlítill um, að hljóðin í mér mundu heyrast inn í baðstofu,
bæjargöngin voru það löng.
Allt í einu birtist faðir minn úti á hlaðinu. Hann var heima
þennan vetur öðrum þræði. Hafði hann heyrt hljóð, heldur ófög-
ur, og bjóst við ég væri í brösum við strákana. Hann kom sem
himnasending mér til hjáipar. Þannig bjargaði Guð lífi mínu í
það sinn.
Faðir minn hafði vinnu við það, að minnsta kosti nokkurn
hluta vetrar, að flytja staura í eitthvað, sem fólkið kallaði síma.
Vissi ég ekkert, hvað það gæti verið. En auk þess tók hann að
flytja búslóð okkar undir vorið fram að Finnmörk, því að nú
átti að fara þangað aftur.