Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 74
NORÐURLJÓSIÐ
74
önnur skilyrði en ég. Hún var miklu félagslyndari og vildi fylgj-
ast með öðrum meir en ég. Eg tel á því lítinn vafa, ef hún hefði
verið heilfætt, að hún hefði viljað fylgjast með jafnöldrum sín-
um og taka þátt í skemmtunum unga fólksins. Reynslan hefir
sýnt og sýnir enn, að mörgum ungling verður hált á þessu. Þeir
gleyma Guði, er þeir gefa sig að glaumi og dansleikjum. En
Kristur sagði: „Ef fótur þinn hneykslar þig, þá snið hann af;
betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en að hafa báða fæt-
urna og verða kastað í helvíti . ... “
Vera má, að Guð, sem sér framtíðina fyrir, hafi látið systur
rnína verða halta ævilangt til þess að bjarga henni frá þeim ör-
lögum, sem gálausum syndurum eru búin. Dansleikirnir eiga
þátt í siðferðislegri tortíming fjölda fólks. Þar læra ungu menn-
irnir oft og tíðum að ney-ta áfengis, og þar misstígur fólk sig á
skírlífisbrautinni. „Hver, sem lítur á konu með girndar'hug, hefir
þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu,“ sagði Dnottinn. Það
þarf því ekki verknaðinn sjálfan, til þess að verða sekur í aug-
um hins heilaga Guðs. Er þá ekki betra, þegar lífið er skoðað
í ljósi eilífrar hegningar eða sællar framtíðar, að hafa verið
fatlaður og þar með firrtur þeim freistingum, sem heill og hraust-
ur líkami býr sér eða öðrum?
8. Er sjórinn saltur?
Mannsheilinn þarf við margt að glíma fleira en dulargátur
þjáninga lífsins, — jafnvel þegar maðurinn er barn að aldri.
Finnmörk stendur langt frá sjó, um 15 km, og mundi vera
um 20 km vegalengd til Hvammstanga eftir þeirri leið, sem far-
in var á uppvaxtarárum mínum.
Sumarið 1908 mun ég hafa fengið að fara þangað. l>á gat ég
loks af eigin raun fengið að vita, hvort það væri satt, sem mér
var sagt, að sjórinn væri saltur.
I orði kveðnu trúði ég þessu. lnnst inni voru þó efasemdir.
Eg þekkti vörn, ár og læki. Allt var þetta ósalt. Var sjórinn í
raun og veru saltur?
Þegar við feðgar vorum komnir í kauptúnið, lét faðir minn
mig fara með hestana suður með sjónum lítið eitt. Ég setti þá
í höftin og hélt svo aftur þangað, sem faðir minn var. Veður
var hið fegursta, heiðríkja og nálega logn. Engar stórar öldur
ultu upp í fjöruna, aðeins smágárar.
Nú var komið tækifærið. Nú skyldi sannreynt, hvort sjórinn