Norðurljósið - 01.01.1967, Side 82
82
NORÐURLJÓSI0
oTsakir hlutanna, þegar eittlhvað er að. Á vissum sviðum er lög-
mál þetta viðurkennt.
Ef reiðmaður er á ferð á grýttum vegi, verði þá hesturinn
skyndilega haltur, þykir sjálfsagt að nema staðar og gá að, hvort
ekki hafi steinn orðið fastur í hófnum.
„Ef Einar ekur í bifreið,“ og vagninn sígur skyndilega annars
vegar, þá þykir sjálfsagt að nema staðar og aðgæta, hvort hjól-
barði hefir misst úr sér loftið. Hverfi ljósin, fara menn að gá
að, hvort ekki hafi bilað leiðslur.
En sé barnið æst og uppstökkt, þá er það dæmt óþekkt, skamm-
að og rekið út, hér áður fyrr slegið eða flengt. Það er ekki rann-
sakað, hvað veldur ástandi barnsins. Það getur verið margt,
meðal annars það, að það sé þreytt, fái ónógan svefn, af því að
svo seint er farið að hátta; eða þá að móður þess leið illa um
meðgöngutímann, reykti mikið eða neytti áfengis.
Ef ískra tekur í þvottavélinni eða ef eitthvað verður að ís-
skápnum, finnst húsfreyjunum sjálfsagt, að sérfróður maður sé
fenginn til að athuga þetta. Eða þá þær taka leiðbeiningabók,
sem tækinu fylgdi og rannsaka hana, smyrja með olíu eða gera
við það, sem aflaga fór. En sé tekið að ískra í hjónabandi þeirra
af sífelldum núningi skapsmuna þeirra og eiginmannsins, hvern-
ig stendur þá á því, að þær fara ekki til Jesú með vandamál sín,
til hans, sem er sérfræðingur í öllum mannlegum meinum og
erfiðleikum? Hví rannsaka þær ekki nýja testamentið til að
finna, hvað þessi mikla leiðbeiningabók mannkynsins hafi að
segja um vandamálin? Margur er líka sá eiginmaðurinn, sem
annast betur bifreiðina sína en sambúðina við konuna, tekur
miklu meira tillit til keipa og kenja vagnsins en viðkvæms
sálarlífs konunnar.
„Að skilja er sama og fyrirgefa,“ sagði einhver, og þetta kjarn-
yrði varð að orðtaki. Ég vil líka segja; Að skilja á að vera hið
sama og að bæta úr. Þegar móðir mín skildi orsökina að óþekkt-
arköstum kúnna, bætti hún úr. Fleiri ættu að fara að dæmi henn-
ar, reyna að skilja orsakirnar, bæta síðan úr brestunum.
12. Grátur í huldufólksbarni?
Finnmörk stendur á Miðfjarðarhálsi um 5 km í austur-suð-
austur frá Bjargi. Bjarg þekkja allir, sem lesið hafa Grettissögu.
Ég kom oft að Bjargi. Minnisstæð verður mér fyrsta för mín
þangað. Og þó, vera má ég segi frá annarri ferð þangað seinna,