Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 86
86
NORÐURLJÓSIÐ
Daginn eftir var kominn allmikill lognsnjór, en veður var þá
bjart og frost. Var ég þá drifinn af stað með löm'bin. Var Brand-
ur svo vænn, að fylgja mér niður á svonefnda Harðeyri. Hún er
við Fitjaá. Ain var á ísi, en ég þurfti ekkert að fara yfir hana,
og var hún ágætur vegvísir, því að ekki þurfti annað en fylgja
henni.
Lömbin voru þæg í rekstri. Þau óðu snjóinn á undan mér, en
ég fylgdi í slóð þeirra. Sótti á mig sultur og þorsti, er líða tók
á daginn. At ég þá snjó, en snjóáti fylgir magnleysi. Gat ég
naumast dregizt úr sporunum, og lömbin voru ekki hraðgeng
heldur. Loks sá ég heim til mín og var þá um það bil hálfnuð
leiðin. Fórum við þá svo hægt, að líkast var, að sniglar væru
þar á ferð. Þó mjakaðist alltaf í áttina.
Nú víkur sögunni að Finnmörk. Engar fréttir höfðu borizt af
mér, síðan ég fór. Var fólkið orðið hrætt um mig. Faðir minn
var alltaf að horfa út með ánni. Loks sá hann dökkan blett. Er
hann leit til nokkru seinna, virtist diíllinn hafa þokazt úr stað.
Datt honum þá í hug, að þar færi Sæmundur með lömbin. Lagði
hann þá af stað á móti mér. Hefi ég naumast orðið manni fegn-
ari en föður mínum þá. Það var svo fjarska gott að láta leiða sig.
Daginn eftir var brostin á norðan stórhríð, sem stóð í sex
daga. Hvernig hefði farið, hefði hún komið um miðjan dag
dægri fyrr?
Ég átti oftar eftir að heimsækja bróður minn og rölta fram
með Fitjaá. Eitt sinn var það að vori til. Þá var leysing, og áin
var í vexti. Oðru hvoru bárust með henni ísjakar, ekki stórir,
fremur hröngl en jakar.
Ég veitti þá eftirtekt litlum kletti, sem stóð upp úr vatns-
flaumnum, er beljaði kringum hann og skall á honum. Ég 'hafði
gaman af að horfa á hann. Kletturinn stóð kyrr og klauf straum-
inn. Jakar bárust að honum. Þeir klofnuðu eða urðu að víkja
til hliðar. Ég undi mér við að horfa á þetta. Mig langaði líklega
til að verða líkur honum, láta strauminn skella á mér, en skipta
mér ekkert af því. En ég var meira i ætt við ólgandi, hvikult
vatnið, á stöðugri hreyfingu, eirðarlaus.
Var ekki Símon, fiskimaður í GaMleu, eitthvað líkur ólgandi
vatninu? Hann var fljótur að hrífast af Jesú, en afneitaði hon-
um seinna, þótt á eftir fylgdi iðrun og beiskur grátur.
Kristur sagði þó við hann, er hann leit hann fyrst: „Þú skalt
heita Kefas,“ Petros (Pétur), sem þýðir klettur. Kristnin þekk-
ir þennan mann sem Pétur postula, einn af máttarstólpum krist-