Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 87
NORÐURLJÓSIÐ
87
innar trúar. Slíka gerbrevting gerir Drottinn á manneðlinu, þeg-
ar bann endurskapar það við endurnýjun heilags Anda.
Mér þótti og þykir mikið varið í þennan hálfbróður minn.
Hann var mér fremri að gáfum. Hann varð bóndi gegn og góð-
ur, framkvæmdamaður mikill um jarðrækt fram á elliár.
Eitt sinn, er hann var rúmlega tvítugur, hygg ég, var skemmt-
un haldin á Hvammstanga. Faðir minn fór þangað, og fékk ég
að fljóta með. Um kvöldið mun hafa verið talsverð vínneyzla,
sem bróðir minn tók einhvern þátt í, þótt það væri í hófi. Þegar
ég kom heim, innti móðir mín vandlega eftir þessu. Sagði ég
henni það, er ég vissi sannast.
Nokkru seinna um sumarið kom bróðir minn í heimsókn
fram að Finnmörk. Hann kom ekki oft, en var aufúsugestur hinn
mesti, því að hann var ræðinn og fróður.
Er heimilisfólk ásamt honum var gengið til sængur um kvöld-
ið, fór móðir mín að tala við hann. Tók hún vínið fyrir, sölu
þess, neyzlu og drykkjuskap. Vínið 'hafði fellt föður hans, er
hann þreytti læknapróf við háskólann í Kaupmannáhöfn, svo að
búskaparstörf, en ekki læknisstörf, urðu hlutskipti hans um dag-
ana. Ekkert man ég úr ræðu mömmu. Hitt man ég, er hún hafði
flutt mál sitt um hríð, að Konráð sagði: „Mér þykir þú ætla að
fara að tala, mamma.“
Vera má, að ræðan, sem móðir mín flutti þetta kvöld, hafi
einhver áhrif haft. Mér er ekki kunnugt um, að bróðir minn
hafi nokkru sinni neytt víns í óhófi. Það varð honum aldrei
fjötur um fót.
Olík eru viðbrögð mæðra, þegar vínið er annars vegar. Ein
móðir sást hella víni í glas sonar síns, þegar hann veik sér frá.
Hann var vínhneigður, en ætlaði ekki, unnustu sinnar vegna, að
neyta víns, heldur gosdrykkja.
Ef allar mæður á íslandi væru svo heitar gegn víni sem móðir
mín var, mundu þær skjótlega gera samtök og útrýma víndrykkju.
En meðan sumar ganga á undan börnum sínuin eftir áfengis-
brautinni, þá er ekki von, að vel fari í áfengismálum hér á landi.
14. Til silungsveiða.
Langt suður á heiðum, miðað við Finnmörk, liggur Arnar-
vatn, stundum nefnt Arnarvatn hið mikla. Kringum það liggja
hæðir miklar. Þar í nánd er Réttarvatn. í báðum þessum vötn-
um var stunduð silungsveiði á uppvaxtarárum mánum. Gerðu