Norðurljósið - 01.01.1967, Side 88
88
NORÐURLJÓSIÐ
það Fitjafoændur, og faðir minn og fleiri bændur, en þeirra get-
ur eigi hér.
Eg mun hafa verið á 15. ári, er ég fór fyrir föður minn til
veiða frammi í vötnum þessum. Arni á Neðri-Fitjum var aðal-
maður fararinnar, en jafnaldri minn frá Fremri-Fitjum, Guð-
mundur, sonur Jóihannesar bónda þar, fór af hálfu föður síns.
Tilhlökkun minni þarf ekki að lýsa. Ekki urðum við snemm-
búnir. Var komið fram á nótt, er við komum í Fitjárdrög. Þar
áttu Víðdælingar gangnamannaskála. Hitti Árni þar einhverja
sveitunga sína, og fannst mér hann allur glaðari, er þeir skildu.
Við sofnuðum þarna eitthvað. Svo hélt ferðin áfram til fyrir-
heitna landsins, Arnarvatns.
Suðaustanvert við vatnið stóð í þá daga skáli einn, eigi mik-
ill, en gat verið kærkomið skjól ferðamönnum. Var þá enn stund-
um farin bein leið úr Vatnsdal til Kalmanstungu, þegar suður
var farið. Innst í skálanum var pallur í mittishæð frá gólfi.
Framan við hann var autt svæði, ætlað hestum og farangri.
Við komum okkur fyrir á pallinum, höfðum með okkur nesti
að heiman og olíuvélar lil að sjóða okkur silung og hita drykki.
Þegar við höfðum komið okkur fyrir, urðum við að fara að
setja steina í netin neðanverð, því að sökkur voru ekki á þeim.
Er þVí var lokið, var róið með þau fram á vatnið og þau lögð þar.
Oftast var bjart veður og stillt, svo að ekki var veiðiveður.
Veiddist lítið í Arnarvatni. Tókum við upp netin og bárum þau
í pokum á bakinu upp að Réttarvatni og lögðum þau þar.
Árni átti lítinn bát, sem hann notaði við veiðar í Réttarvatni.
Svo léttur var báturinn, að kennari minn í Kennaraskólanum, nú
æðsti maður Islands, kvaðst hafa borið hann undir hendinni.
Meðan netin lágu í Réttarvatni, kom hið þráða veiðiveður.
Gerði storm og gruggaði vatnið. Fóru þeir Árni og Guðmundur
eitt sinn að næturlagi út að vitja um netin. Eitthvað var af
óslægðum silungi á landi, sem ég átti að gera að, taka slógið úr.
Þegar ég var nýbyrjaður, sá ég orma innan í einum silungnum.
Bauð mér þá svo við verkinu, að ég gafst upp. Rétt um svipað
leyti rokhvessti. Komu þeir Árni og Guðmundur ekki svo fljótt
sem ráðgert var. Lagðist ég þá niður og steinsofnaði.
Þeir félagar biðu um stund undir landi á öðrum stað, en er
ekki slotaði veðrinu, ákváðu þeir að leggja af stað yfir vatn-
ið á þessari skel. Öldur voru stórar, vatnsaldan kröpp, en allt
gekk slysalaust. Varð ég feginn, er þeir komu heilir á húfi. En