Norðurljósið - 01.01.1967, Page 91
N OKÐURLJ OSIÐ
91
punkt (.) á blað og reyndi að draga frílhendis beina línu að
deplinum, þá fór línan ævinlega framihjá honum. Eg lærði þá að
hitta depilinn með því að láta línuna stefna framhjá honum,
meðan ég var að draga hana. Fram að þeim tíma, sem ég stund-
aði nám við Kennaraskólann, þýddi ekkert fyrir mig að reyna
að smíða nokkuð. Það mistókst að láta það verða fallegt og
smiðslegt.
Sá var kostur við skólanámið á Fitjum, að þar hafði ég leik-
félaga. Naut ég þeirra bæði þá og endranær, þegar mér var gefið
leyfi til að fara þangað og leika mér. Atti ég margar góðar
og ánægjulegar leikstundir þar með ágætum leikfélögum.
Þegar ég var á 12. ári, var farkennari kominn í sveitina, ung
stúlka, Margrét Sigfúsdóttir. Hún kenndi mánaðartíma fyrir jól-
in á Bjargi. Þangað kom faðir minn mér.
Heldur átti ég brösótt, meðan ég var á Bjargi. Var ekki trútt
um, að strákarnir sumir tækju mig fyrir og leggðu mig í einelti
til að stríða mér og hleypa mér í bræðiköst. Urðu þá hörkuáflog.
Má vera, að til þeirra hafi verið stofnað með þessum hætti.
Einu sinni reiddist ég svo við rúmfélaga minn, að ég fór úr
rúminu frá honum eftir háttatíma, fann mér skot framan við
baðstofuna og lagðist þar. Ætlaði ég þaðan hvergi að hrærast
fremur en Njáll úr rúmi sínu, er hann bjó um sig fyrir brennuna.
Margrét frétti, hvernig komið var málum. Hún va háttuð og kom
í náttkjólnum og kraup niður hjá mér. Reyndi hún að vinna mig
með góðu til að fara aftur í rúmið. Sannaðist þá orð biblíunnar:
„Mjúk tunga mylur bein.“ Svo lengi hélt hún áfram að tala við
mig, að ég gafst að lokum upp. En það tók hana hálfa klukku-
stund.
Margrét var söngelsk, lék á orgel og kenndi okkur söng. Gat
ég lengi vel ekkert lag haft. Leit út fyrir, að ég yrði þar hreinn
ættleri, að minnsta kosti í föðurætt. Jakoh afi minn var forsöngv-
ari í Staðarfbakkakitkju á sinni tíð. Var söngrödd hans við brugð-
ið bæði vegna styrkleika og fegurðar.
Faðir minn hafði líka mikla og fagra rödd. Minnist ég þess,
er hann við ihúskveðju hóf upp lagið við sálminn, sem sunginn
var við slík tækifæri: „Af því að út var leiddur, alsærður lausn-
arinn.“ Bar þá rödd hans bvo af röddum annarra, sem sungu
við það tækifæri, að mér finnst enn, að ég hafi aldrei endranær
heyrt þetta lag sungið nema þá.
En Margrét var þolinmóð. Hún reyndi aftur og aftur við rödd
mína, unz þau býsn gerðust, að ég gat sungið, mig minnir það