Norðurljósið - 01.01.1967, Side 95
NORÐURLJÓSIÐ
95
löpp sér til varnar. Minnist ég þess ekki, að ég sæi nokkurn hund
gera bonum miska, er hann gafst svo hreinlega upp, áflogalaust.
Ekki vildi Lappi þýðast mig og fylgja mér, fyrst eftir ég fékk
hann. Vissi ég ekki, hvað taka skyldi til bragðs.
Þá kom til okkar gamall maður og sagði mér, að ég skyldi
gefa honum svita minn að éta.
Faðir minn var að byrja að láta mig grafa fyrir grunni. Atti
að rísa þar hlaða síðar, og varð það. Ekki var ég of viljugur
við verkið. Nú tók ég mig til, vann svo að ég varð sveittur vel á
enninu, flýtti mér heim, neri brauði í svitann og gaf Lappa.
Lappi át brauðið, lagðist síðan niður. Þegar ég gekk út aftur,
reis hann á fætur og fylgdi mér. Varð hann mér eftir það fylgi-
spakur förunautur.
Ekki tók Skrýtinn 'honum vel. Greinilegt var, að hann var af-
brýðisamur mjög og leit ekki Lappa réttu auga.
Um vorið bar svo til, að faðir minn var að leggja af stað með
stóðhross sín til að reka þau fram á heiði. Skrýtinn átti að fara,
en Lappi sitja heima, hann var svo lítill og ungur. Þá var það,
að ein hryssan sló Skrýtinn. Lenti höggið á framlöpp og lappar-
braut hann. Varð þá Lappi að fara. Rak hann hrossin með prýði,
en faðir minn reiddi hann Víst heim aftur, því að hann var orð-
inn svo þreyttur.
Þegar Lappi kom heim úr stóðrekstrinum, fagnaði Skrýtinn
honum vel. Gaf hann honum þá vináttu sína, sem entist, meðan
þeir lifðu báðir. Skrýtinn skildi það vel, að Lappi hafði hjálpað
honum.
Eg reyndi að venja Lappa við fjársmölun, að sækja fé, en
tókst það ekki. Mér var sagt, að hundum verði varla kennt að
sækja fé sjálfir, nema það sé gert í fjallahlíðum. Sönnun þessa
veit ég ekki. En mörg voru þau sporin samt, sem Lappi sparaði
mér.
Síðari hluti vetrar 1916 var með afbrigðum snjóþungur. Héld-
ust harðindin fram á sumar. Tók fyrst að leysa snjó á Mið-
fjarðarhálsi, er fjórar vikur voru liðnar af sumri.
Þá gerði asahláku. Ruddi sig þá Hamralækurinn eða gróf sér
opinn stokk gegnum skaflana, einkanlega þar, sem hann fellur
í Hólmavatnið. Þar var líka helzt haga að hafa, svo að þangað
rak ég ærnar, sem óbornar voru. Hinar voru hafðar heima við,
sem bornar voru.
Hamralækur og Hólmavatn mynduðu nálega vinkil. Norðan
lækjar og austan vatnsins mátti féð halda sig. Það kærði sig ékki