Norðurljósið - 01.01.1967, Side 96
96
NORÐURLJÓSIÐ
vitund um, að halda norður með vatninu. Það sótti mest suður
á bóginn, það vildi komast fram á hálsinn. Þar voru þess drauma-
hagar, en þeir voru undir snjó. Ég þurfti því ekkert annað að
gera en halda mig þar, sem ég gat séð til ferða þess og þá reka
það til baka. Lá ég oft í sólskini og logni í brekku sunnan við
nokkuð háan hól. Lappi vakti athygli mína óðar, ef kindur nálg-
uðust. Þá tók hann að urra. Hann gelti að mönnum, ef þeir nálg-
uðust, en aldrei að skepnum, hvort heldur voru kindur, kýr eða
hestar.
Ég gat því legið og hvílt mig alls óhræddur um, að ég missti
af fénu framhjá mér suður á bóginn. Ég hefi getið þess áður,
að ég var langtímum saman síþreyttur. Nú loksins tók ég að
hvílast, meðan ég lá og bakaði mig í sólskininu dögum saman.
Þreytan og magnleysiskenndin tók að líða brott. Ný og áður lítt
þekkt orkutilfinning fór að gera vart við sig.
Orka þarf útrás. Verkefnin voru alls staðar þar, sem steinar
voru. Ekki skorti þá umhverfis mig. Ég bisaði og stritaði við
þá eins og kraftar leyfðu, vöðvarnir stæltust og aflið með.
Loks voru ærnar bornar. Þá voru þessir sæludagar á enda. Nú
átti að fara að stinga taðið út úr fjárhúsunum. Faðir minn stakk,
ég átti að bera út hnausana. Þetta hafði verið eitt af kvalræðis-
verkum mínum. Nú var það leikur einn. Ég lét hnausana í hjól-
börur og ók taðinu á þerrivöllinn. Brá föður mínum við þær
aðfarir. Hann hafði öðru átt að venjast af mér en dugnaði, ef
eitthvað skyldi gera.
Um haustið á eftir kom Konráð bróðir minn norður að sækja
fé siti. Hann var þá alfluttur vestur á Reykjanes við Breiðafjörð.
Ég fylgdi honum til að hjálpa honum við fjárreksturinn. Fórum
við fyrst vestur að Bjargi með féð. Þaðan fór Páll, sonur Karls
bónda, með okkur vestur að Hrútafirði að Gilsstöðum gegnt
Borðeyri. Varð að ferja féð yfir í tveimur ferðum. Ég fór með
fyrri ferðinni til að standa hjá kindunum, sem yfir voru fluttar,
meðan hinar væru sóttar. Var eftir mér rekið að flýta mér, því
að myrkur fór í hönd. Láðist mér þá að taka Lappa upp í bátinn.
Bað ég hina að taka hann, en þeir gleymdu því. Varð hann eftir
austan megin fjarðar. Var þá Páll beðinn fyrir hann. Tók hann
Lappa með sér heim til bæjarins og gisti þar um nóttina. Morg-
uninn eftir var Lappi horfinn. Datt þá Páli í hug að ganga niður
að bátnum áður en hann leggði af stað. Þar lá þá vesalings Lappi
og beið mín. Hygg ég, að þarna hefði hann legið, ef hann hefði
lifað, þegar ég kom aftur hálfum mánuði síðar. Páll fór með