Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 97
NORÐURLJÓSIÐ
97
hann heim að Bjargi. ÞaSan fór svo Lappi sjálfur heim.
Þau urðu ævilok Lappa, að hundapest varð honum að bana,
meðan ég var í Kennaraskólanum fyrsta vetur minn þar. Skildi
ég ekki, hverri furðu það gegndi, að grár rakki, loðinn mjög og
luhbalegur, kom á móti mér niður fyrir túnfót, þegar ég kom
gangandi heim um vorið. Hann hafði aldrei séð mig áður. Hann
var ekki vanur að ganga á móti gestum og fagna þeim. Hvers
vegna kom hann á móti mér? Hvernig vissi hann, að ég ætti
heima á Finnmörk?
Lappi veitti mér dygga þjónustu, meðan hann lifði. Hann
þoldi með mér súrt og sætt, skalf oft af kulda, þegar við vorum
saman yfir fé í miklu frosti, var rennandi blautur eins og ég
í rigningum og gösli í mýrum og flóum.
Ég vildi óska þess, að ég hefði í þjónustu minni við Krist
sýnt honum sömu tryggð og trúmennsku og Lappi mér. Drottinn
minn er nú fjarverandi, en hann hefir gefið fyrirheit um, að
hann komi aftur. Hann sýndi mér, að ég eigi að bíða hans, eiga
alltaf von á honum, sýna honum hollustu og tryggð í hvívetna.
Ég reyni að vaka og vænta komu hans. Ég enda oft bænirnar
mínar með þessum orðum: „Kom þú, Drottinn Jesús.“
18. í stúku.
Rögnvaldur Líndal hét bóndi, sem bjó í Hnausakoti. Hann
hafði stofnað bindindisfélag í sveitinni og var lífið og sálin í
því. Hann hafði tekiö af mér það loforð, að ég skyldi ganga í
það þegar eftir fermingu. Móðir mín studdi það að sjálfsögöu,
að ég gengi í stúkuna.
Hún hataði vín, er mér, held ég, óhætt að segja. Faðir hennar
hafði eitt sinn komið drukkinn heim. Þá tók hann framhjá móð-
ur hennar og eignaðist dóttur með vinnukonunni á heimili þeirra
hjóna. Telpan var nefnd Elinlborg og ólst upp á heimili föður
síns. Ekki var alltaf gott samkomulag með systkinunum. Elinborg
var talsvert eldri en móðir mín, og hún var móðir Rögnvalds i
Hnausakoti.
Móðurbróðir minn, Sæmundur, byrjaði að drekka 15 ára gam-
all. Hann drakk í 25 ár, sagði mamma, en hætti þá. Frændi henn-
ar í móðurætt, Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, var víðkunnur fyr-
ir áfengisnautn og 'hestamennsku. Maður með mínu skaplyndi
gat auðveldlega oröið víninu að bráð. Sjálfur hafði ég aðeins
fengið að bragða vín innan fermingar, en ekki nema lítið eitt í