Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 98
98
NORÐURLJÓSIÐ
drykknum mínum við eitt eSa tvö tækifæri. Mér þótti bragðið
gott og hafði þá innri tilfinning, að drykki ég vín einu sinni svo,
að ég yrði drukkinn, gæti ég ekki stöðvað mig og yrði drykkju-
maður. Það vildi ég ekki verða og var því fús til að ganga í stúku.
Rögnvaldur barðist við vínlöngun sína. Þótt félagsskapur
„Onafngreindra áfengissjúklinga“ væri þá ekki til, starfaði
Rögnvaldur á þeirra línum. Með því að reyna að hjálpa öðrum
hjálpaði hann sjálfum sér.
Oft var því haldið fram, að templarar drykkju ekki minna en
aðrir. Þeim þætti sopinn góður, þegar byðist tækifæri. Rögn-
valdur óx því í áliti fólks sem bindindismaður, þegar það frétt-
ist, að hann hefði vakað heila nótt yfir spilum með mönnum,
sem höfðu hjá sér áfengi og neyttu þess. Þeir buðu honum ótæpt
að dreypa í hjá sér, en hann afþakkaði alltaf boð þeirra. Það
hlaut því að vera eittJhvað í þetta varið, að vera bindindismaður.
Einhvern tíma var það, að Rögnvaldur minntist á það við okk-
ur, að við ættum að láta sig vita, ef við fengjum fregnir af því,
að einhver, sem í stúkunni væri, hefði neytt áfengis.
Nú hafði borið svo til, að ég hafði fengið frænda minn einn
í stúkuna. Eitt sinn vorum við á ferð saman á fund, og spjölluð-
um við margt á leiðinni.
Meðal annars, sem hann sagði mér, var það, að hann hefði
verið 'í göngum um haustið. Hefði hann þá drukkið vín með hin-
um gangnamönnunum, drukkið sig fullan.
Þetta setti mig í ógurlegan vanda. Mér fannst það alrangt af
honum, að svíkja gefið heit. Hins vegar var þetta frændi minn.
Atti ég að þegja eða segja Rögnvaldi það, sem mér hafði verið
sagt? Ég kaus að lokum síðari kostinn.
Ég gat náð í Rögnvald einan og hermdi honum það, sem mér
hafði verið sagt. Hann kallaði piltinn á eintal, og síðan fór fund-
urinn fram að venju, og var frændi minn þar með.
A leiöinni heirn þótti mér hann þögull og fár í viðmóti. Allt
í einu kom út úr bonum, að ég væri þokkapiltur eða hitt þó held-
ur, að segja Rögnvaldi svona ósatt um sig. Ég gat ekki varið
mig með öðru en því, að hann hefði sjálfur sagt mér þetta. Hann
sagði þá, að þetta hefði veriö gaman eitt hjá sér, og hefði sér
ekki dottið í hug, að ég tæki þetta alvarlega. Hefði hann orðið
undrandi, er Rögnvaldur har þetta á hann.
Mér fannst þetta einkennilegt tiltæki, að ljúga því um sjálfan
sig, að hann hefði drukkiö sig fullan.
Biblían segir: „Talið sannleika hver við sinn náunga.“ Mig