Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 100
100
NORÐURLJÓSIÐ
hvað fyrir því, að mér mundi eittihvert 'hlutverk ætlað á trúmála-
sviðinu. En samt sem áður mundi ég hafa fengið mér konu, sem
ekki var trúuð, ef „Bók æskunnar“ hefði ekki leiðbeint mér.
Slík hjónabönd bannar Guðs orð: „Gangið ekki undir ósamkynja
ok með vantrúuðum.“ (2. Kor. 6. 14.).
20. Draumar.
Draumspeki mun nokkuð hafa fylgt minni móðurætt. Dreymdi
móður mína oft, og stundum fyrir fleiru en daglátum.
Hún sagði mér eitt sinn, )hve snemma á ævi minni það var, man
ég ekki, að sig hefði dreymt tré. Þóttist bún eiga það. Tréð stóð
á jörðinni og var svo ihátt, að hún sá ekki toppinn. Allt var það
alþakið laufblöðum og stóð Jesú-nafn á hverju blaði. Er hún
hafði séð, hverja stefnu ævi mín tók, mun hún hafa talið, að tré
þetta táknaði mig. Vakti það eða styrkti löngun mína að kunn-
gera mönnum nafn Jesú.
Sjálfan dreymdi mig drauma, sem ég hefi aldrei gleymt.
Eitt sinn bar svo til, að ég fór í Miðfjarðarrétt sem oftar, að
hausti til. Kom ég þá heim á bæ, sem ég hafði aldrei áður komið
til.
Nokkru seinna dreymir mig, að ég er kominn í baðstofuna á
bænum, sem ég hafði komið í þetta haust. Þar voru nokkrir
drengir á mínu reki, sem ég þekkti. En það, sem mér þótti ægi-
legt við þetta, var það, að þarna var vondi staðurinn sjálfur,
helvíti, og Satan var þarna inni. Hafði verið reistur prédikunar-
stóll eða eitthvað, sem líktist ‘honum, í öðrum enda baðstofunn-
ar. Áttum við drengirnir allir að stíga í stólinn og segja þar
eitthvað Satan til dýrðar. Greip mig skelfing, og ætlaði ég út.
Þá fann ég aðeins sléttan vegginn. Dyr voru þar, en handfangið
var að utanverðu.
Drengirnir stigu hver af öðrum í stólinn og leystu sitt hlut-
verk af hendi. Þeir lofuðu Satan og hrósuðu honurn. Röðin átti
senn að koma að mér. En ég hafði tekið ákvörðun. Hvað svo
sem af því hlytist fyrir mig, skyldi ég aldrei heiðra Satan eða
tilbiðja hann. Ég skyldi fara með „Faðir vor.“
Ég steig í stólinn. Þótti mér þetta ekki vera baðstofa lengur,
heldur stór salur með bekkjum. Hafði ég þá aldrei séð slíkt sam-
komuhús, þótt ég hafi séð þau síðan. A bekkjunum öllum þóttu
mér sitja djöflar eða illir andar.