Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 102
102
NORÐURLJÓSIÐ
veginn. Lá hann eftir hjöllum í fjallinu. Þótti mér við vera farn-
ir að nálgast efsta tind þess. Vissi ég þá ekki, hvað af nafna mín-
um varð.
Nú þótti mér kynlega við bregða. Eg stóð á stalli og sá fyrir
mér gjá. Sást ekki í botn hennar fyrir myrkri. Hinum megin
þótti mér vera hinn ósýnilegi beimur. Þar reis upp annað fjall
alveg eins og hitt, sem ég var staddur í.
Þá greip mig sú löngun, að stökkva yfir gjána. Eg vissi þó
samstundis, að margir höfðu reynt það, en engum tekizt. Allir
höfðu þeir fallið niður í myrkrið í gjánni og farizt. Varð ég þá
hræddur við að standa þar, sem ég stóð, og færði mig niður á
næsta hjalla. Þar fann ég, að mér var ó'hætt. Vaknaði ég þá.
Þegar mig dreymdi þetta, var ég staddur í Valdarási. Kristín,
dóttir Gunnars hreppstjóra þar, hafði kennt mér á Fremri-Fitj-
um um veturinn og var að búa mig og annan dreng undir vor-
próf. Mér varð Ijóst síðar meir, að mig hafði dreymt fyrir náms-
ævi minni. Það lá við, að námsbraut mín, þótt ekki væri löng,
kostaði mig lífið. Þar á eftir kaus ég að standa skör lægra í lífinu
í augum manna en ég átti kost á.
„Þú hefðir orðið skólastjóri, hefðir þú ekki lent hjá honum
Gook,“ sagði faðir minn eitt sinn við mig. Mér þykir þetta senni-
legt. En hefði það verið betra hlutskipti?
Bibfían talar oft um drauma. Sumir eru gefnir til aðvörunar,
aðrir til uppörvunar eða leiðbeiningar. En hún segir líka: „Þar
sem mikið er um drauma og orð, þar er og mikill hégómi. Ótt-
astu heldur Guð.“ (Préd. 5. 6.). Leiðbeiningadrauma ber að
prófa og sjá, hvort þeir eru í samræmi við orð Guðs.
Hvernig fyrri draumurinn rættist, segir næsti kafli frá, að
nokkru leyti.
21. Stefnubreyting.
Eitt sinn var móðir mín sótt til að sitja yfir konu. Þegar hún
kom Iheim aftur, sagði hún mér, að hún hefði séð í Króki blað,
sem hét „Norðurljósið.“ Það hefði verið kristilegt blað, sem
henni líkaði vel.
Nokkru síðar átti ég ferð að Króki. Fékk ég þá blaðið lánað
hjá Bergi, bóndanum þar.
Ég hafði séð eitt töluhlað af því áður. Það var hjá saumakonu
á Hvamsstanga, sem saumaði á mig fermingarfötin. Sagan í
því, „Garihaldi og lamhið,“ hreif mig þá. Nú fékk ég þrjá ár-