Norðurljósið - 01.01.1967, Side 103
NORÐURLJOSIÐ
103
ganga heila, svo að þetta var ekki lítill skammtur af kristilegu
lesefni.
I 'blaðinu voru margar sögur og fleira, sem hvatti fólk til að
snúa sér til Krists. Ekkert af þessu snart mig þó svo mikið, að
ég færi að leita frelsarans fremur en áður.
Þá rakst ég á grein, greinaflokk öllu heldur, sem hét: „Hið
sigursæla Iíf.“ Hún lýsti lífi, sem mig langaði til að eignast og
njóta.
Eg stóð þá í sporum Páls postula. Hann lýsir því ástandi sínu
— og mínu — með þessum orðum: „Það, sem ég vil, geri ég
ekki, en það, sem ég hata, það geri ég.“ „Hið góða, sem ég vil,
geri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það geri ég.“ „Ég
aumur maður, hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?“
Greinin boðaði nýtt líf, nýjan sigur. Þetta var einmitt það,
sem mig vantaði.
Fyrsta sporið, sem sá maður þurfti að stíga, er öðlast vildi
þetta sigursæla h'f, var að endurfæðast. Hvernig var hægt að
endurfæðast? Það var með því móti, að veita Jesú viðtöku sem
frelsara sínum, koma til Jesú.
Hvernig átti ég að koma til hans? Komdu, alveg eins og þú
ert, var svarið. Reiddu þig á, að hann taki á móti þér.
Ég kom eins og ég var til Jesú. Ég bað hann að vera frelsari
minn.
Hafði það nokkra breyting í för með sér?
Ég hefi oft sagt þá sögu, sem hér fer á eftir.
Það var á útmánuðum 1916, sem ég sneri mér til Krists, kom
til Jesú. Þá voru snjóalög mikil, og skaflar stórir, jafnvel heim
við bæi.
Ég kom út á hlaðið á Finnmörk, mig minnir það væri á
sunnudegi. Við skúrinn framan við bæjardyrnar stóð göngu-
stafur föður míns. Ég greip hann, ef til vill reyndi ég að nota
hann sem stökkstöng. Eitt er víst: Hann brotnaði.
Eftir gömlum vana setti ég brotin saman sem bezt ég gat. Síð-
an stakk ég honum á kaf í snjóskafl, svo að ekki sást, að hann
væri brotinn. Þarna mátti hann bíða, unz faðir minn fyndi hann.
Það var nógur tíminn að fá skammirnar þá fyrir að brjóta staf-
inn.
Ég gekk út fyrir bæinn. Þá talaði ný rödd í hjarta mínu:
„Þetta áttir þú ekki að gera,“ sagði hún.
Ég varð undrandi, svaraði töddinni í huganum og sagði:
„Hvað átti ég að gera?“