Norðurljósið - 01.01.1967, Page 105
NORÐURLJÓSIÐ
105
Andans og játaði brot mitt með stafinn fyrir föður mínum, þá
gekk ég fram í Andanum og hafði sigur yfir holdinu, gamla eðl-
inu, vananum, að fela brot og dylja þau, sem gamla eðlið vildi.
I þessu ástandi var ég lengi, að illt og gott börðust um yfir-
ráðin yfir mér. Þegar Ihið illa sótti mest á, gat mér liðið ákaf-
lega illa á sálinni. Þá kom stundum fyrir, að ég hugsaði: „Það
er ómögulegt annað en Guð hlýtur að eiga eftir að nota mig eitt-
hvað í þjónustu sinni. Annars mundi hið illa ekki sækja svona
ákaft á mig.“ Þegar svo var komið, að árásimar urðu mér hugg-
unarefni, létti þeim venjulega mjög fljótlega. Það var ékki til-
gangur hins vonda með þeim, að hugga mig!
Eg er í hópi þeirra manna, sem trúa því, að hjálpræðið, sem
er í Jesú Kristi, sé eilíft hjálpræði. „Sá, eem heldur oss ásamt
yður fast við Krist og smurði oss, er Guð, sem og hefir innsiglað
oss og gefið oss pant Andans í hjörtu vor.“ (2. Kor. 1. 21., 22.).
Það er Guð, sem heldur innsigluðum börnum sínum, sem fengið
hafa pant Andans, fast við Krist. Ég hafði fengið pantinn. Flestir
þekkja þau lög, að sá sem leggur eitthvað sem pant eða veð,
verður að leysa það út. Þau lög gilda í pantleikjum, í viðskipta-
lífinu, og Guð notar þessa mynd til að sýna öryggi þeirra, sem
hann hefir innsiglað.
Guði sé lof, að ég fann í Jesú þá eilífu, óþrjótandi náð, sem
aldrei brást mér né yfirgaf mig. Ég fann í honum náð, sem hélt
mér fast, eins og öruggt akkeri, í öllum sitormum lífsins. Það var
náðin, sem ég þráði, þegar ég var að læra kverið.
Ef einhver, sem les þetta segir: „Ég er Guðs barn. Guð er
náðugur, og náð hans yfirgefur mig aldrei. Þá má ég syndga svo
mikið sem ég vil,“ þá svara ég með Pétri postula: „Hvorki átt
þú hlut né arf í orði þessu, því að hjarta þitt er ekki rétt gagn-
vart Guði.“ „Hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég,“ ritaði
Páll. Guðs barn vill ekki syndga. Oendurfæddum manni er sama
um synd, eða þá hitt, að hann þráir hana.
„Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn
Jesúm Krist.“ Það er hann, Kristur Jesús, sem er „höfundur og
fullkomnari trúarinnar.“ Guð kenndi mér að lokum, að „hans
guðdómlegi máttur hefir veitt oss ALLT, sem heyrir til lífs og
guðrækni með þekkingunni á honum,“ þekkingunni á Jesú. í
Jesú er lausn okkar vandamála. í honum er allt, sem okkur
vantar. Hann er nægtaforði náðar Guðs við synduga menn.
S. G. J.