Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 106
106
NORÐURLJ OSIÐ
ÉG TRÚI Á KRAFTAYERK
EFTIR KATHRYN KUHLMAN.
(Framhald frá fyrra ári).
9. Dolan-fjölskyldan.
Frímerkið var á höfði. Prentstafirnir, sjáanlega gerðir af
ungu barni, voru gerðir með blýanti. Á umslaginu stóð aðeins:
Kvenprédikarinn, Pittsburgh.
Eg vissi þegar í stað, að engin móðir hefði leyft, að bréfið
væri póstlagt, hefði hún séð utanáskriftina.
Miðinn, sem innan í var, hafði verið skrifaður af lítilli stúlku.
Efnið var stutt og ákveðið. Hún bað mig, að ég vildi gera svo
vel að biðja, að Guð léti pabba hennar og mömmu hætta að
drekka. Svo bauð hún mér að heimsækja þau um jólin. Bréfið
var undirritað Audrey, og annað stóð ekki á miðanum, NEMA
eftirskrift, sem var svona: „Eg gleymdi að segja þér, hvar við
eigum heima. Þú ferð úr strætisvagninum, og húsið okkar er
þriðja stóra, hvíta húsið á horninu.“
Ég hafði svo gaman af bréfinu og umslaginu, að næsta morg-
un las ég það upp í útvarpsþætti mínum, lýsti umslaginu og til-
raun barnsins að skrifa. Þegar ég svo las það allt, sem á miðan-
um stóð, vissi ég alls ekki, að Ann Dolan, móðir barnsins, var
einmitt þá að hlusta á útvarpið.
Hún sagði mér síðar, að hún hefði orðið alveg orðlaus, þeg-
ar eftirskriftin var lesin: „Þú ferð úr strætisvagninum, og húsið
okkar er þriðja, stóra, hvíta húsið á horninu.“
Ann mundi þá eftir, að telpan hennar hafði verið með orðabók
og svo spurt ráðþrota: „Hvernig á að stafa kvenprédikari?“
„Hvers vegna viltu vita það?“ spurði móðir hennar.
„0, bara af því,“ var svarið.
Skelfingu lostin þaut Ann að skólanum, til að mæta Audrey
þar, þegar börnin færu heim. Um leið og hún sá Audrey, spurði
hún hana þeirrar spurningar, sem efst var í huga hennar: „Bauðst
þú ungfú Kuhlman að koma til okkar um jólin?“ Barninu brá
ekkert, hún leit beint í augu móður sinnar og svaraði: „Já.“
Hálf-utan við sig spurði móðir hennar: „Hvað í ósköpunum
ætlar þú að gera við hana, þegar hún kemur?“