Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 107
NORÐURLJOSIÐ
107
„HvaS? Leika mér við hana, auðvitað,“ var svarað föstum
rómi.
1 huga þessa dýrmæta, litla barns var þó eitthvað, sem dýpra
var en það, að langa til að leika sér við kvenprédikarann. Það,
sem litla stúlkan þráði allra mest, var sannkristin mamma og
pabbi. Hún elskaði ömmu sína. Hún elskaði hana mikið, eins
mikið og nokkur lítil stúlka getur með nokkru móti elskað ömmu
sína. En einihvern veginn er það svo, að engin amma, hve dá-
samleg, sem hún er, getur komið í staðinn fyrir mömmu og
pabba.
Audrey litla var mest alin upp af ömmu sinni. Móðir hennar
var svo önnum kafin við annað, þátttökuna í félagslífinu, svo að
hún var blátt áfram of önnum kafin til að sjá um litla stúlku.
Auk þess, hvað getur þú gert við litla stúlku í vín-samkvæmum?
Þá var það pabbi hennar. Auðvitað elskaði hann Audrey
litlu, elskaði hana innilega. En það er blátt áfram ekki farið
með litlar stúlkur í félagáheimili sportsmanna. Og hvað getur
þú gert af lítilli stúlku, þegar pabbi hennar og mamma eru lengst-
af ekki heima?
Svo kom dagurinn, þegar Audrey heyrði mig tilkynna í út-
varpi, að Þakkargerðar guðsþjónustan yrði haldin í Sýrlenzku
moskvunni. Mjög vongóð bað hún móður sína að fara með sig
þangað. Ann hafði aldrei heyrt um Kathryn Kuhlman, og hún
gat ekki verið áhugalausari, en loksins til að sefa barnið sam-
þykkti hún að fara með hana.
Audrey var lasin fyrir Þakkargerðardaginn. Ann skildi hana
eftir hjá ömmu hennar og var að heiman í þrjá daga. En í hjarta
sínu elskaði hún litlu stúlkuna. Hún hafði farið frá henni sjúkri
og gefið henni loforð, sem af óskilj anlegum ástæðum virtist
vera barninu mikils virði. Hún kom því heim svo snemma morg-
uns, að hún gæti farið með Audrey tíl guð^þjónustunnar.
Ekkert gerðist. Ann sagði sjálf: „Ég virtist ekkert snortin.
Mér fannst þetta allt heimskuleg-t. Hugmynd mín um lífið var:
að skemmta mér. Ég hafði ey-tt tuttugu árum ævi minnar með
sömu félögunum, og þeir litu eins á málið. En í ljósi þess, er
síðar gerðist,“ hélt hún áfram, „hygg ég, að ég hafi orðið sann-
færð um synd, þótt ég vissi það alls ekki þá.“
Síðan komu jólin, bréfið með öfuga frímerkið, heimhoðið í
stóra, hvíta húsið, hið þriðja frá horninu.
Þegar ég kom ekki til „stóra, hvíta hússins“ um jólin, bað
Audrey móður sína aftur og aftur, að fara með si-g á kertaljósa