Norðurljósið - 01.01.1967, Page 108
108
NORÐURLJÓSIÐ
samkomuna á gamlárskvöld. í þó nokkra daga féllu bænir Audrey
í heyrnarlaus eyru. Hvílík fjarstæða, að eyða gamlárskvöldi á
guðrœkilegri samkomu! „Auk þess,“ rifjaði Ann upp, „átti ég
meira en lítið erindi í New York í Storkfélagið þetta kvölú. Eg
hafði slegið þessu föstu í ágúst, og ég ætlaði alls ekki að valda
þessu fólki vonbrigðum í sambandi við mikla gamlárskvölds-
samkvæmið þess. Ég var búin að senda fötin mín til New York.
Ekkert átti að hindra mig.“
„Þá var það,“ hélt hún áfram, „að Audrey bað mig enn, sjálf-
sagt í tuttugasta skiptið, og til þessa dags veit ég ekkert, hvað
kom mér til þess, það hlýtur að hafa verið verk Drottins, því að
ég símaði til New York og tók aftur pöntun mína um þátttöku í
samkvæminu. í stað þess pantaði ég sæti í einum af strætisvögn-
unum, sem flytja fólk á kertaljósa Þakkargerðarsamkomuna.“
Brosandi sagði hún, nærri því með sigurhrósi: „Ég þori að
segja, að afturköllun þátttöku minnar var eina afturköllunar-
beiðnin, sem Storksfélagið fékk þetta gamlárskvöld.“
Veðrið var mjög slæmt síðdegis á gamlársdag. Mikið snjóaði,
og strætin voru klökug. Margt fólk var þegar orðið snjóteppt.
Leigubifreiðin komst ekki upp hæðina að húsi Dolans-hjónanna,
svo að Ann þrammaði niður hæðina í snjónum með sjö ára
gamla Audrey sína skoppandi við hlið sér. Litla barnshjartað
hennar Audrey barðist meir í brjósti hennar en nokkru sinni
fyrr á ævinni, og líkaminn hennar litli titraði af áhuga og eftir-
væntingu. Þær náðu strætisvagninum á síðustu stundu.
Þetta gamlárskvöld var áreiðanlega ólíkt öllum öðrum gamlárs-
kvöldum, sem Ann hafði nokkru sinni átt. Það reyndist líka mik-
ilvægasta gamlárskvöldið, sem hún hafði nokkru sinni lifað.
Þetta kvöld gaf hún Drottni hjarta sitt, og ævi hennar var ger-
breytt til eilífðar.
„Ég vildi ég gæti staðið á hinu hæsta fjalli og boðað öllum
heiminum, hve dýrleg reynsla það er, að vera endurfædd,“ hróp-
aði Ann upp með tárin í dökkum augunum. „En þetta er eitt-
hvað, sem maðurinn verður sjálfur að reyna, og þetta er eitt-
hvað, sem þú getur ekki til fulls útskýrt fyrir öðrum. Eitt veit
ég: Guð gaf mér nýtt líf með endurfæðingunni.“
Kristur skýrði ekki fyrir Nikódemusi, „hvernig“ þetta gerð-
ist. Það er leyndardómur, eins og sést af Jóh. 3. 8.: „Vindurinn
blæs . . . og þú 'heyrir þytinn í honum, en ekki veiztu, hvaðan
hann kemur, eða hvert hann fer; eins er farið hverjum, sem af
Andanum er fæddur.“ Afleiðingar endurfæðingar eru augljós-