Norðurljósið - 01.01.1967, Page 109
NORÐURLJÓSIÐ
109
ar, þótt orsakir hennar séu huldar. Drottinn starfar á leyndar-
dómsfullan hátt, en árangur verks hans er markviss."
„Þegar ég verð hafinn frá jörðu, mun ég draga alla til mín.“
Og þegar hann, festur við krossinn, er hafinn upp fyrir augum
mannanna, þá er það með einhverjum krafti, sem ekki er unnt
að skilgreina, að deyjandi gefur hann mönnum líf; fjötraður
gefur hann þeim frelsi; sárþjáður leysir 'hann þá frá sárustu
þjáningum, sem sálin getur þekkt, kvölum vonlausrar örvænt-
ingar; og með eilífri elsku skorar hann á þá, krefst þeirra, og
sleppir þeim aldrei, unz þeir verða hans til eilífðar.
Þegar pabbi hennar Audrey litlu kom heim úr félagsheimil-
inu kl. 8 á nýj ársdagsmorgun, kom hann með hringlur og
glamrara handa þessari ungu dóttur sinni. Þetta hafði alltaf
hrifið hana. Núna kærði Audrey sig ekkert um hringlur og
hávaðatól. Það var eins og hún hefði þegar fengið það, sem
hún þráði frá Drottni.
En það leið samt eitt ár, áður en hún fékk alít, sem hún þráði
frá Guði, því að svo langan tíma tók það föður hennar að veita
Kristi viðtöku. Eigi að síður, það var annar í Dolans-fjölskyld-
unni, sem á því ári var snortinn dásamlega og læknaður með
krafti Guðs. Það var afi.
Faðir hennar Ann hafði verið drykkjumaður í sextíu ár. „Ég
man ekki eftir föður mínum ódrukknum," sagði hún.
Hann var hljómlistarmaður og var oft að heiman þrjár eða
fjórar vikur í einu. Þegar hann kom heim, var hann oft svo sjúk-
ur, að hann lagðist fyrir á grasflötinni fyrir utan húsið, og gaf
ekki hrært sig. Með hverju slíku kasti virtist það taka æ meiri
tíma fyrir hann að ná sér.
Áður en Ann og Red giftust, hafði Red reynt að bæta úr þessu.
En afi gat ekki eða vildi ekki breyta um stefnu. Sérhver læknir
í Carnegie i Pennsylvaníu þekkti hann nú, elskaði hann og reyndi
að hjálpa honum. Þeir gáfu allir samhljóða úrskurð: Eitthvað
verður að gera fyrir afa!
Fáum mánuðum eftir að Ann sneri sér, fór afi á túr, sem reynd-
ist verða hans síðasta drykkjukast.
Hann hafði drukkið vikum saman. Síðast þegar hann sást,
hafði hann litið út sem reglulegur drykkjuræfill, — stígvél utan
yfir skó, engar skóreimar; hann var með sauruga, óhreina húfu
af einhverjum á höfðinu, og gleraugunum sínum hafði hann
týnt, svo að hann gat ekki séð. Hann var nú orðinn svo drukk-
inn, að buxurnar tolldu ekki upp um hann, og hann hafði tekið