Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 110
110
NORÐURLJÓSIÐ
gamlan kaðalspotta til að halda þeim uppi. Amma fór að leita
hans kom niður til Ann og sagði: „Ég held, að pabbi sé nú um
það bil búinn að vera. Ég hefi ekki séð hann í fimm heila daga.
Hann var svo aumingjalegur, þegar hann fór úr húsinu. Ég er
hrædd um, að hann kunni að hafa fyrirfarið sér. Hann hefir
ekkert etið dögum saman, aðeins drukkið.“
Þetta var á laugardagskvöldi, og Ann svaraði: „Ég sæki guðs-
þjónustu hjá ungfrú Kuhlman á morgun. Hafðu engar áhyggj-
ur, mamma. Við munum biðja fyrir pabba. Þú verður kyrr
heima og biður fyrir honum líka.“
Næsta kvöld og næsta hafði pab’bi ekki komið heim. Þriðja
kvöldið kom móðir hennar Ann niður eftir og sagði: „Ég held,
að pabbi sé í hlöðunni.“
Þær leituðu vandlega í allri hlöðunni, en gátu ekki fundið
nokkur merki um afa. Þar sem klukkan var nú orðin meira en
níu að kvöldi, lögðu þær Ann og Audrey af stað heim og báðu
til Guðs á leiðinni. Skyndilega sagði Audrey: „Ég heyri eitt-
hvað koma niður veginn.“
Ann þekkti fótatak föður síns, þetta einkennilega draghljóð.
Það merkti, að hann væri of máttlaus til að lyfta upp fótunum.
Og svo kom hann í ljós við bugðu á veginum.
Afi virtist hvorki þekkja dóttur sína né dótturdóttur. En
Audrey gekk til hans þarna á miðjum veginum og sagði: „Afi,
ég elska þig; og þú veizt ekki, hve mikið Jesús elskar þig.“
Maðurinn var svo sjúkur, að hann gat ekki staðið. Allt, sem
hann vildi fá, voru peningar til að kaupa fyrir áfengi.
Þá sagði Audrey: „Afi, við skulum krjúpa niður hérna.“ Þau
krupu öll niður við hliðina á veginum, og Ann bað blátt áfram:
„Drottinn, taktu hann. Á hvern hátt, sem þú vilt fá hann, blátt
áfram taktu hann.“
Á sama andartaki reis afi á fætur, gekk beint upp hæðina með
furðulegri orku, gekk inn í húsið, fór úr fötunum, baðaði sig
og rakaði sig.
Kristur hafði komið í hjarta hans, og afi var orðinn ný sköp-
un í Kristi Jesú. „Hið gamla varð að engu; sjá, allt er orðið nýtt.“
Tveimur dögum síðar var afi á samkomu í Carnegie salnum.
Þar játaði hann Krist opinberlega sem frelsara sinn. Hann drakk
áfengi aldrei framar né heldur langaði hann í það nokkru sinni
meir.
Guð heyrir alltaf bænir lítilla stúlkna!
Þá gerðist það. Dag nokkurn stóð Red Dolan við endann á