Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 112
112
NORÐURLJ ÓSIÐ
skólann í Phliadelphiu og við Alabama háskólann í Tuscaloosa.
Hún var Mka útskrifuð hjúkrunarkona frá hjúkrunarkvennaskól-
anum í Vestur-Pennsylvaníu og stundaði framhaldsnám við
Bellevue sjúkrahúsið í New York. Auk þess hefir hún líka kennt
hjúkrunarfræði og verið leiðbeinandi hjúkrunarkvenna við há-
skólasjúkrahúsið í Birmingham, Alabama.
Með þetta allt að baki sér, þá er það ef til vill ekkert furðuefni,
að hún efaðist um „kraftaverk,“ þegar hún í fyrsta sinni sótti
slíka guðsþjónustu í júlí 1955.
Það var ekki svo, að hún tryði ekki á Guð. Það gerði hún.
Hún var guðrækin kirkjunnar kona, Meþódisti frá fyrstu tíð,
ákaflega starfssöm í söfnuði sínum og leit á sjálfa sig sem vel
kristna sál og sanntrúaða á mátt bænarinnar. Það er að segja:
almennrar bænar, sem yrði svarað á almennan hátt.
Hún hafði starfað í trúar- og heilbrigðisnefnd kirknasambands-
ins í St. Louis, og hún var fljót að kannast við, að Guð læknar
með hjálp lækna, hjúkrunarkvenna og lyfja.
Henni var eJcki ljóst, að fólk getur læknazt á andartaki fyrir
bein áhrif kraftar Guðs. Hún trúði því ekki, að hann fram-
kvæmdi kraftaverk nú á dögum, sem eru svipuð þeim, sem Jesús
gerði á hérvistardögum sínum. Hún rökræddi þannig, að það,
sem gerzt hafði fyrir nálega tvö þúsund árum, ætti ekki við á
okkar vísindalegu öld.
í raun og veru var það vegna mágkonu sinnar, Dolly Graham,
að frú Gethin varð, treg og vantrúuð, að vera viðstödd fyrstu
kraftaverka guðsþjónustuna, sem hún hafði sótt.
Dolly hafði verið veil fyrir hjarta í allmörg ár. En haustið
1948 varð hún mikið veik, og sjúkdómurinn olli óbætanlegum
skemmdum á hjartanu, sem var veilt fyrir. Þegar 'hún var út-
skrifuð úr sjúkrahúsinu, sögðu læknarnir henni, að hún mundi
verða hálfgerður sjúklingur alla ævi.
Þegar hún var komin heim, furðaði hún sig á því, hvers vegna
læknarnir höfðu sagt „hálfgerður“ sjúklingur, því að minnsta
áreynsla gerði henni nálega ókleift að anda, jafnvel að matast
var áreynsla. Hún var neydd til að hvílast í rúminu mestan hluta
dagsins, nema þegar maður hennar bar hana niður í stofuna til
að liggja þar á legubekk. Hún svaf á fjórum koddum, svo að
hún sat nálega upprétt í rúminu. Hún vaknaði stundum á nótt-
unni með hósta, og gekk þá upp úr henni bæði slím og blóð.
Æðaslögin voru 126 á mínútu, og hún tók digitalis til að hægja