Norðurljósið - 01.01.1967, Side 116
116
NORÐURLJÓSIÐ
átti sér stað þennan júlí-dag 1955. En hún segir: „Þeir hafa orSið
að trúa,“ því að Dolly hefir notið fullkominnar heilbrigði síð-
astliðin sex ár. Hún stjórnar nú söngflokknum í söfnuði þeim,
sem hún er í. Hún vitnar um kraft Guðs 'hvenær og hvar, sem
hún getur hjálpað öðrum.
En augljós lækning Dollyar var ekki ein um, að sannfæra fólk-
ið, sem Elízabeth þekkti, að eitthvað dásamlegt hefði gerzt.
Kraftaverkið, sem átti sér stað í hjarta Elízabethar þennan dag.
hjarta, sem á sinn hátt þarfnaðist alveg eins mikið lækningar og
hjarta Dollyar, var ekki minna dásamlegt og varla miður ber-
sýnilegt þeim, sem umhverfis hana voru.
Hún hefir aldrei hætt að 'hlýða þeirri bendingu, sem heilagur
Andi gaf henni. Hún hefir „farið og sagt söguna.“ Yitnisliurður
hennar hefir verið og er innblástur og uppörvun fyrir lækninga
guðsþjónusturnar, sem þegar voru byrjaðar, og þó einkum fyrir
nýjar lækninga guðsþjónustur, sem á ársþingi meþódista kirkn-
anna í Pittsburgh voru fyrirhugaðar.
Tilraunir hennar að vegsama Guð og útbreiða ríki hans, sem
upphaflega spruttu af lækningu mágkonu hennar, hafa þó ekki
verið bundnar við hinn talaða vitnisburð hennar.
„Eitt hið allra dásamlegasta við lækninguna var það, hve mik-
inn bæna-farveg hún myndaði,“ segir Elízabeth.
I sex ár hefir hópur fólks úr ýmsum kirkjudeildum komið
saman á hverjum miðvikudagsmorgni, aðallega á heimili Gethin-
hjónanna. f þeim bænarhópi, segir hún, „er heilagur Andi leið-
beinandi krafturinn. Þeir, sem koma, þeir koma sannarlega með
gleði og þakkargerð og í anda mikillar eftirvæntingar þess, hvað
Guð muni gera í dag. Hann hefir aldrei hrugðizt okkur, en hefir
vissulega svarað bæn á dýrlegan hátt. Við trúum því, að gleði
og þakklæti sé leiðin til að hafa ánægjulegan og árangursríkan
bænahóp.“
Bein afleiðing þessa er sú, að vikulegir bænahópar eru að
spretta upp alls staðar í Pittsburgh og í umhverfi hennar.
Frú Gethin kemur með marga af þátttakendum úr hænahóp-
unum á guðsþjónusturnar. Á meðal þeirra, sem Guð hefir lækn-
að dásamlega, er einkasystir hennar, Jeanette. IJún læknaðist á
andartaki af heyrnarleysi, er hún kom hingað í heimsókn frá
Philadelphia.
Enn annað starfssvið hefir opnazt, þar sem Elízabeth og Dolly
vinna saman Guði til dýrðar.
Fyrir fáeinum mánuðum voru þær háðar teknar inn i sankti