Norðurljósið - 01.01.1967, Page 117
N ORÐURLJ ÓSIÐ
117
Lúkasar regluna. Það gerði sr. Alfred Price, prestur við Sankti
Stefáns Biskupa kirkjuna í Philadelphia. Reglan er hópur presta,
lækna, hjúkrunarkvenna og leikmanna, sem vinnur saman að
því, að guðdómlegar lækningar 'hefjist aftur innan kirkjunnar.
„Eg mun aldrei hætta að vera Guði þakklát fyrir, að hann
leyfði mér að sjá mína dýrmætu mágkonu læknast þennan dag
í Carnegie salnum,“ segir Elízabeth Gethin. Það var dagurinn,
sem gerbreytti öllum mínum heimi. Það var dagurinn, sem ég í
raun og veru lærði að þekkja Jesúm Krist, ekki eingöngu sem
eigin frelsara minn, heldur sem hinn mikla lækni.“
„Far þú heim til þín og þinna og seg þeim, hve mikla hluti
Drottinn hefir gert fyrir þig.“ (Mark. 5. 19.).
Þetta er einmitt það, sem Elízabeth Gethin er að gera af þakk-
létssemi við Guð.
Dýrmæti Drottinn, hvað við þökkum þér fyrir undur kærleika
þíns til okkar. Sannlega ert þú frelsari okkar og Drottinn okkar,
hinn mikli læknir líkama, hugar og anda. Tak þú okkur og notaðu
okkur Guði til dýrðar. í Jesú nafni. Amen.
(Framhald nœsta ár).
---------x---------
Hvers vegna Spurgeon liætti að reykja
Baptista prédikarinn mikli, Charles Spurgeon, reykti framan
af starfsárum sínum. Þeim, sem spurðu hann um þetta, gaf hann
ávallt sama svarið, að hann reykti Guði til dýrðar. Eg býst við,
að hann hafi verið einlægur í þessu, því að hann var mikilmenni.
Er hann hafði prédikað um hríð, var nafn hans orðið kunnugt
um allt England og um allan heim. 5000 manns sóttu kirkju hjá
honum kvölds og morgna í Lundúnum.
Hann gekk eitt sinn eftir götu og sá þar á horninu tóbaksbúð.
Þar var auglýsing um sérstaka tegund af tóbaki. Þar stóð með
stórum, skýrum stöfum: TEGUNDIN, SEM CHARLES SPURGE-
ON REYKIR. Hann leit á hana, og hann leit á hana. Síðan sagði
hann við vin sinn. „Eg er hættur að reykja. Þeir auglýsa mig
með píputóbakinu, sem ég reyki, en ekki Kristi, sem ég prédika.
Eg er alveg hættur að reykja. Eg get ekki lengur reykt til dýrðar
Guði.“ Hann fleygði út bæði pípunni og tóbakinu og reykti
aldrei framar. Hvers vegna gerði hann þetta? Hann minntist
þess, að heilagur Andi var í líkama hans, og að hann átti að
vegsama Guð í líkama sínum.
Dr. Ernest Pickering í Sword of the Lord.