Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 118
118
NORÐURLJ ÓSIÐ
SAGA STARFSINS Á SJÓNARHÆÐ
Sú ósk hefir verið borin from, að yngri kynslóðin, sem nú tekur þótt
í storfi Drottins ó Sjónarhæð, fengi eitthvoð oð vita um uppruna þess
og sögu. Sjólfsagt er að uppfylla þessa ósk eftir því, sem tök eru ó.
— Ritstj.
Fyrir sjötíu árum, 1897, ferðaðist enskur maður, Alexander
Marshall að nafni, til Islands. Hann hafði meðferðis mikið af
kristilegum smáritum, fór með skipi umhverfis landið og dreifði
út ritum í hverri höfn, þar sem skipið kom. I þá daga voru ná-
lega hvergi bryggjur. Skipið lá frammi á höfn, meðan farþegum
og vörum var komið á land. Afgreiðsla öll var seinleg og við-
dvalir miklu lengri en nú er orðið títt. Gesturinn enski hafði því
góðan tíma til að dreifa út ritunum. Þeim var alstaðar tekið
mjög vel.
Þegar mr. Marshall kom aftur til Bretlands, ritaði hann í tíma-
rit frásögn/afTérð sinni og sagði þar, að Island væri trúboðsak-
ur, hvítur til uppskeru.
Maður nokkur á Englandi, Frederick H. Jones að nafni, heyrði
kall Drottins og fór til Islands. Hann kom hingað árið eftir og
settist að í Húsavík til að byrja með. Hann var maður ókvænt-
ur og barnlaus. Hann fór brátt að ferðast um nágrennið, en
ákvað svo, að setjast að á Akureyri. Meðan hann var í Húsavík
gaf hann út lítið rit, sem heitir „Sex dagar sköpunarinnar.“
Höfundur þess, Bradlaugh að nafni, var bróðir manns, sem var
foringi vantrúarmanna á Bretlandi. En þessi sannkristni bróðir
hans gerði allt, sem hann gat, til að rífa niður vantrúaráhrif
bróður síns eftir lát hans. „Sex dagar sköpunarinnar“ sýndu
fram á, að það væri ekkert ósamræmi milli biblíunnar, sköpun-
arsögu hennar, og sannrar þekkingar manna á þeim t’ímum.
Reyndar gildir hið sama enn í dag. Sönn reynsluþekking á sviði
vísinda og biblían rekast ekki á.
Nokkru eftir að mr. Jones kom hingað, var verið að selja
lóðir á Akureyri. Hann keypti hér 1500 ferfaðma lóð (um 5000
ferm.); og framan í melrana, sem lá ofan við Hafnarstrætið,
lét hann reisa hús það og samkomusal, sem þar standa enn, þótt
við húsið væri byggt síðar meir.
Þegar mr. Jones flutti til Akureyrar, kyn'ntist hann sr. Matthí-
asi, þjóðskáldinu, sem gaf okkur „Ó, Guð vors lands.“ Hjá Matt-
híasi fékk mr. Jones upplýsingar um íslendinga. Bar Matthías