Norðurljósið - 01.01.1967, Page 123
NORÐURLJÓSIÐ
123
sem Postulasagan 2. 42. skýrir frá: „Þeir héldu sér stöðuglega
við kenningu postulanna og samfélagið og brotning brauðsins
og bænirnar.“ Samkvæmt þessu var haldinn biblíulestur einu
sinni í viku og bænasamkoma var vikulega. Og á hverjum sunnu-
dagsmorgni kl. 11 var komið saman til að brjóta brauðið. (Nú
er það kl. 10). Síðdegis og að kvöldinu voru almennar samkom-
ur, þar sem fagnaðarerindið var boðað. En brátt varð það að
reglu, að halda ekki kvöldsamkomu, heldur síðdegissamkomu
kl. 5. Er svo enn í dag.
Eitt af hinu fyrsta, sem mr. Gook gerði, var það, að stofna
„Islenzkt biblíulestrarsamband.“ Gaf hann út mánaðarlega les-
kafla með stuttorðum skýringum. Ekki varð þetta biblíulestrar-
samband langlíft. Hann rak sig brátt á það blindsker, sem heitir
áhugaleysi. Fólk hafði engan áhuga, þegar biblíulestur var ann-
ars vegar. Sannfærðist hann um, að fólkið yrði fyrst að frelsast,
verða endurfætt fyrir trú á Drottin Jesúm Krist. Dauðan líkama
hungrar hvorki né þyrstir eftir mat eða drykk. Þannig finnur
andlega dauður maður enga þörf á biblíulestri.
Fyrsta bókin, sem Arthur Gook gaf út á íslenzku, heitir „Krist-
ur, biblían og vantrúin.“ Hún var prentuð í 5000 eintökum, sem
var feiknamikið í þá daga. Henni var síðan dreift út um landið.
Margir keyptu hana og lásu, og allmargir skrifuðu og sögðu frá,
að þeir hefðu snúið sér til Krists, er þeir lásu þessa bók.
Þegar mr. Gook, eins og hann var alltaf nefndur í þá daga,
hafði numið íslenzka tungu til nokkurrar hlítar, — en kennari
hans var sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, — og tók að kynn-
ast háttum og breytni landsmanna, kom sú sannfæring yfir hann
sem kalt vatn, að hér á landi byggju ekki sofandi englar, sem
þyrfti að vekja, heldur syndugir menn, er sárlega þörfnuðust
afturhvarfs og fyrirgefningar syndanna, vegna trúar á frelsar-
ann Drottin vorn Jesúm Krist. Hann sá, eins og frk. Ingibjörg
Ólafsson, að siðferðisástandið á íslandi var fjarri öllu lagi hjá
þjóð, sem telur sig kristna. Hvernig var unnt að ná til þessarar
þjóðar með fagnaðarerindi Krists?
Sú hugsun tók að gera vart við sig og varð skjótt að fullvissu,
að hann þyrfti að stofna kristilegt mánaðarblað. Eftir mikla bæn
og undirbúning kom það fyrst fyrir almennings sjónir í árs-
byrjun 1912 og hlaut það nafnið Norðurljósið. Hann fékk fyrst
íslenzkan málfræðing, Adam Þorgrímsson frá Nesi í Aðaldal,
til að lesa handrit að blaðinu. Gerði hann það vel og samvizku-