Norðurljósið - 01.01.1967, Page 123

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 123
NORÐURLJÓSIÐ 123 sem Postulasagan 2. 42. skýrir frá: „Þeir héldu sér stöðuglega við kenningu postulanna og samfélagið og brotning brauðsins og bænirnar.“ Samkvæmt þessu var haldinn biblíulestur einu sinni í viku og bænasamkoma var vikulega. Og á hverjum sunnu- dagsmorgni kl. 11 var komið saman til að brjóta brauðið. (Nú er það kl. 10). Síðdegis og að kvöldinu voru almennar samkom- ur, þar sem fagnaðarerindið var boðað. En brátt varð það að reglu, að halda ekki kvöldsamkomu, heldur síðdegissamkomu kl. 5. Er svo enn í dag. Eitt af hinu fyrsta, sem mr. Gook gerði, var það, að stofna „Islenzkt biblíulestrarsamband.“ Gaf hann út mánaðarlega les- kafla með stuttorðum skýringum. Ekki varð þetta biblíulestrar- samband langlíft. Hann rak sig brátt á það blindsker, sem heitir áhugaleysi. Fólk hafði engan áhuga, þegar biblíulestur var ann- ars vegar. Sannfærðist hann um, að fólkið yrði fyrst að frelsast, verða endurfætt fyrir trú á Drottin Jesúm Krist. Dauðan líkama hungrar hvorki né þyrstir eftir mat eða drykk. Þannig finnur andlega dauður maður enga þörf á biblíulestri. Fyrsta bókin, sem Arthur Gook gaf út á íslenzku, heitir „Krist- ur, biblían og vantrúin.“ Hún var prentuð í 5000 eintökum, sem var feiknamikið í þá daga. Henni var síðan dreift út um landið. Margir keyptu hana og lásu, og allmargir skrifuðu og sögðu frá, að þeir hefðu snúið sér til Krists, er þeir lásu þessa bók. Þegar mr. Gook, eins og hann var alltaf nefndur í þá daga, hafði numið íslenzka tungu til nokkurrar hlítar, — en kennari hans var sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, — og tók að kynn- ast háttum og breytni landsmanna, kom sú sannfæring yfir hann sem kalt vatn, að hér á landi byggju ekki sofandi englar, sem þyrfti að vekja, heldur syndugir menn, er sárlega þörfnuðust afturhvarfs og fyrirgefningar syndanna, vegna trúar á frelsar- ann Drottin vorn Jesúm Krist. Hann sá, eins og frk. Ingibjörg Ólafsson, að siðferðisástandið á íslandi var fjarri öllu lagi hjá þjóð, sem telur sig kristna. Hvernig var unnt að ná til þessarar þjóðar með fagnaðarerindi Krists? Sú hugsun tók að gera vart við sig og varð skjótt að fullvissu, að hann þyrfti að stofna kristilegt mánaðarblað. Eftir mikla bæn og undirbúning kom það fyrst fyrir almennings sjónir í árs- byrjun 1912 og hlaut það nafnið Norðurljósið. Hann fékk fyrst íslenzkan málfræðing, Adam Þorgrímsson frá Nesi í Aðaldal, til að lesa handrit að blaðinu. Gerði hann það vel og samvizku-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.