Norðurljósið - 01.01.1967, Side 124
124
NORÐURLJÓSIÐ
samlega. Aldrei minntist hann aukateknu orði á innihald þess,
er hann las. En nokkru síðar fluttist hann vestur um haf, nam
þar prestslærdóm og gerðist prestur hjá Yestur-íslendingum.
Vonaði mr. Gook, að boðskapur Nlj. kynni að hafa haft sín
áhrif, þótt ekkert væri um hann rætt. Síðar hjálpaði okkar lands-
kunna Halldóra Bjarnadóttir til við prófarkalestur.
Norðurljósið hlaut þegar í upphafi ágætar viðtökur fólks og
náði brátt vinsældum. Margir hlutu blessun af lestri þess, sneru
sér til Krists eða uppbyggðust í trúnni. Meðal þeirra, sem frels-
arann hafa fundið við lestur þess, er núverandi ritstjóri þess og
kona hans.
Nokkuð snemma á starfsárum sínum, gaf mr. Gook út ritið
„Hj álpræði Guðs, hvernig mönnum má ‘hlotnast það,“ eftir Alex-
ander Marshall, þann, sem íslands vitjaði sumarið 1897. Það rit
notaði Drottinn mönnum til afturhvarfs. Einn ungur bóndi vest-
anlands hlaut svo mikla blessun af lestri þess, að hann gaf 100
kr. til að útbreiða það sem víðást. Eftir mismun á verðgildi pen-
inga þá og nú, mundi þetta sapisvara nálega 10000 krónum.
í söfnuðinum, sem kom saman á Sjónarhæð, fjölgaði smátt og
smátt. Sú venja var, að sérhver sá, sem játað hafði trú á Krist,
mátti koma að borði Drottins til brauðsbrotningar, þótt hann
hefði ekki tekið skírn að ihætti hinna fyrstu kristnu manna. Sam-
komur voru venjulega vel sóttar, og veður hamlaði þá minna
samkomusókn en nú er farið að tíðkast. Þá voru allir vanir að
vera úti í vondum veðrum, og þótti ekki tiltökumál.
En þessi ár voru baráttuár. Nýjar stefnur í trúmálum sóttu
fast fram. En mr. Gook andmælti þeim kröftuglega. Urskurðar-
valdi bibiíunnar í andlegum efnum var neitað, og hjuggu þeir
þar, sem hlífa skyldu, svo sem þjóðskáldið síra Matthías. Hon-
um fannst trúboðinn á Sjónarhæð óþarflega fastheldinn við
forna trú og biblíuna og reit margar greinir í blöðin á Akureyri,
sem mr. Gook svaraði jafnharðan. Stóðu þessar ritdeilur þeirra
nokkuð lengi.
Eitt sinn auglýsti síra Matthías, að hann ællaði að halda
fyririestur í Samkomuhúsinu — en það er næsta hús við Sjón-
arhæð — um efnið: „Hvernig á að lesa biblíuna?“ Fyrirlestur-
inn átti að vera á þeim tíma kvöldsins, er dóttir sr. Matthíasar
sótti kennslustund í ensku til mr. Gooks, sem fúslega vildi heyra
þennan fyrirlestur. Brá hann sér í frakkann og stóð með úrið sitt
í Ihendinni í forstofunni á Sjónarhæð. Þegar klukkan var á sek-
úndunni 8, opnaði hann dyrnar og hljóp af stað. I tröppunum