Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 125
NORÐURLJ ÓSIÐ
125
mætti hann námsmeyj unni, og sagði henni, að hann hefði getað
búizt við, að hún kæmi ekki í tímann, svo að hann hefði þá ætl-
að sér að fara út. Hún tók þeim úrslitum vel. Þegar sr. Matthías
hafði flutt erindi sitt, sat fólkið kyrrt. Mr. Gook spurði þá mann-
inn, sem ráð hafði á húsinu, hvort hann mætti ekki fá að ávarpa
fólkið. Það var velkomið. Flutti þá mr. Gook sína útgáfu af því,
hvernig á að lesa hiblíuna.
í grein sinni: „30 ára starf á íslandi“ í Nlj. bls. 43 1935,
segir mr. Gook frá því, hvernig ritdeilur þeirra sr. Matthíasar
enduðu: „Hann bauð mér í einni grein, í háði, að koma til sín
og fá dálitla tilsögn i guðfræði. Hann bjóst auðvitað ekki við
að sjá mig, en ég fór samt, og við töluðumst lengi við. Eg gat
loksins sannfært hann um réttmæti málstaðar míns, og hann
fékkst til að gefa mér ákveðið loforð um það, að skrifa ekki
meir á móti kenningum mínum né á móti myndugleika Krists
og biblíunnar. Þessu loforði var hann trúr til dapðadags. Allir
tóku eftir því, að árásir hans hættu allt í einu, en menn hafa ekki
almennt vitað orsökina til þessa.“
Allar þessar ytri árásir eða sennur urðu til þess eins, að þjappa
fólkinu betur saman. Þess vegna fór Satan aðra leið, þegar þetta
bar ekki tilætlaðan árangur.
Sumarið 1917 kom upp dálítið sérkennilegt mál í söfnuðinum,
sem ekki virðist nú, að hefði þurft að verða að stórmáli. En í
sambandi við það brá mr. Gook á það ráð, að hann leysti söfn-
uðinn upp. Gátu þeir, sem vildu halda áfram að teljast til hans,
komið saman að borði Drottins næsta sunnudag, sem var 9. sept-
ember. Þannig stofnaði hann söfnuðinn á nýjan leik. Á því Sjón-
arhæðarsöfnuður 50 ára starfsafmæli í haust.
Nokkru eftir þetta fór maður af stað með afarhörð og óvin-
gjarnleg blaðaskrif í garð mr. Gooks. Voru þau að einhverju
leyti í sambandi við safnaðarmálið. En þar sem flestir eða all-
ir, sem hlut áttu þarna að málum, eru dánir, og ekki unnt að fá
nákvæmar upplýsingar, þykir ekki ástæða til að rifja þetta frek-
ar upp.
Þegar þessi blaðaskrif og deilur voru í algleymingi, hitti síra
Matthías mr. Gook að máli og tjáði honum, að hvorki hann né
aðrir borgarar Akureyrar leggðu trúnað á þessi skrif um hann.
Sættust þeir þá heilum sáttum og urðu vinir upp frá því.
Eftir þetta uppnám var sú breyting gerð, að engir töldust í
söfnuðinum nema þeir, sem tekið höfðu trúaðra skírn samkvæmt
boði biblíunnar. Þeir einir máttu koma að borði Drottins. Samt