Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 130
130
NORÐURLJÓSIÐ
Ef sa-ga starfsins á Sjónarhæð verður nokkru sinni rækilega
skráð, verður að gera þætti Kristínar í því starfi meiri skil og
betri en hér hefir verið gert.
Arangurinn af nálega 63 ára starfi á Sjónarhæð virðist harla
lítill. En „dæmið því ekki neitt fyrir tímann, áður en Drottinn
kemur.“ (1. Kor. 4. 5.). „Eg vonaði, að garðurinn mundi bera
vínber, en hann bar muðlinga,“ segir Drottinn um víngarð sinn.
(Jes. 5. 2.). Þegar Drottinn Jesús sagði dæmisöguna um ferns
konar sáðjörð, kenndi hann hvorki sæðinu né sáðmanninum uin,
þar sem sæðið bar engan ávöxt. Ræður, sem Arthur hélt erlend-
is, ræður, sem sneru fólki til Krists, féllu sem á heyrnarlaus eyru
á íslandi, þegar hann flutti þær hér.
Starfræktur hefir verið sunnudagaskóli á Sjónarhæð um ára-
tugi. Þrír af þjónandi prestum kirkjunnar eru sunnudagaSkóla-
drengir þaðan. Hinn fjórði hefir lesið Norðurljósið frá harn-
æsku að kalla má. Tveir prestar eru látnir, sem báðir vöknuðu
til trúar á Guð að minnsta kosti, er þeir voru á samkomu hjá
Arthur Gook, áður en þeir hófu skólanám. Sumt af starfsfólki
kristilegs starfs, innan kirkju og utan, hefir frelsazt eða alizt upp
við áhrif mr. Gooks eða starfsins á Sjónailhæð eða Nlj.
Söfnuðurinn hefir nú um allmörg ár rekið sumarheimili
handa drengjum austur við Ástjörn í Kelduhverfi. Vel má vera,
að þaðan komi einihverjir síðar meir, sem verða starfsmenn
Guðs ríkis hér á landi eða annars staðar. Bogi Pétursson hei-tir
sá maður, sem hefir veitt þessu heimili forstöðu undanfarin ár.
Miklu útsæði Guðs orðs hefir verið sáð frá Sjónarhæðarstarf-
inu frá fyrstu tíð. Fleiri frækorn kunna að hafa sprottið upp og
borið ávöxt til eilífs lífs en sjáanlegt er oss mönnum. Það verður
allt opinbert, þegar Drottinn kemur. En þangað til hann kemur,
gefi Guð, að upphvatningin í 1 Kor. 15. 57., 58. falli oss aldrei
úr minni. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drott-
in vorn Jesúm Krist! Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið
fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi, að erfiði
yðar er ekki árangurslaust í Drottni.“
Guði sé lof fyrir þessa fullvissu. Og Guði sé lof fyrir sérhvern
bróður og systur í Kristi, hér á Akureyri eða utan hennar, sem
lagt hefir á sig erfiði og s-tarfað með, unnið óþreytandi að starfi
sáðmannsins. Þótt nöfn verði ekki nefnd, — því að þetta er ekki
ítarleg saga starfsins, — þá muni þeir, sem enn eru á lífi og
lagt hafa fram tíma, fé og krafta í þágu starfsins, að „ekki er
Guð ran-glátur, að hann gleymi verki yðar og kærleikanum, sem