Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 131
NORÐURLJÓSIÐ
131
þér auðsýnduð nafni hans, er þér veittuð hinum heilögu þjón-
ustu og veitið enn.“ (Hebr. 6. 10.).
Þegar Arthur Gook flutti af landi brott, óskaði hann þess, að
Jó'hann Steinsson, sem lengi hafði verið djákni safnaðarins,
(ásamt Árna Jónatanssyni, nú í Rvík), og helzti ráðunautur hans
í mikilvægum málum, yrði forstöðumaður safnaðarins. Hann
uppfyllti líka manna bezt af safnaðarmönnum þau skilyrði, eða
kröfur, sem nýja testamentið gerir til forstöðumanns. Söfnuður-
inn samþykkti hann sem forstöðumann, og fékk hann síðan við-
urkenningu ríkisvaldsins sem forstöðumaður Sjónanhæðarsafn-
aðar og heldur henni enn, en forstöðumönnum hefir verið fjölg-
að, enda er það meir í samræmi við fyrirmynd nýja testament-
isins. Vonandi gefur Guð, að sú fyrirmynd verði ætíð fyrir
augum þeirra, sem tilheyra söfnuðinum og starfinu á Sjónarhæð.
Enn má geta þess í sögu starfsins á Sjónarhæð, að Arthur heit-
inn Gook — og mr. Jones víst ekki heldur — fór ekki hingað til
lands sendur af mönnum. Ekkert trúboðsfélag, enginn söfnuður
né einstakir menn báru ábyrgð á fjárhagslegri afkomu trúboð-
ans sjálfs eða starfsins.
Arthur hafði lesið ævisögu Georges Mullers í Bristol og vissi
vel um hið feiknamikla starf hans, sem rekið var á þessum grund-
velli: „Biðjum Guð um allt, en mennina um ekkert.“ Eftir þess-
ari reglu vildi Arthur lifa.
En nokkru eftir, að hann kom til íslands, veitti hann því at-
hygli, er hann íhugaði nýja testamentið, að postulinn Páll gerði
hvort tveggja: að vinna fyrir sér og svo að lifa á þeim gjöfum,
sem Drottinn lét trúaða vini senda honum. Ákvað Arthur þá, að
hann skyldi fylgja fyrirmynd Páls postula. Eftir þetta tók hann
að selja lækningar sínar vægu verði, svo að hann fengi inn fé
fyrir lyfin, sem hann lét úti, og útvegaði prentsmiðjum og út-
gefendum bóka prentpappír, þegar þess var óskað. En þetta hrökk
mjög skammt fyrir öllum útgjöldum, svo að mikill hluti þess
fjár, sem þurfti, hlýtur að hafa komið beint frá hendi Drottins
með gjöfum trúaðs fólks erlendis frá. Söfnuðurinn á Sjónarhæð
var fátækur, og Arthur gerði engar kröfur til styrks frá honum,
þótt hann hefði haft fullan og biblíulegan rétt til þess. Drottinn
hefir fyrirskipað, að þeir, sem prédika fagnaðarerindið, skulu
lifa af fagnaðarerindinu. Á þá leið ritar Páll postuli í 1 Kor. 9.
14. IJann hagnýtti sér ekki þennan rétt og Arthur ekki heldur.
Starf hans á Sjónarhæð var því vitnisburður um trúfesti forsjón-
ar Guðs, S. G. J.