Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 132
132
NORÐURLJÓSIÐ
MEISTARINN ER HÉR
Utvarpserindi eftir ritstjórann.
Ég las fyrir nokkru sögu, sem mér þótti markverð mjög. Hún
birtist í brezku blaði, sem heitir „The Flame,“ eða Eldsloginn á
vorri tungu.
Auðjöfurinn mikli.
Sagan var af Jóni Rockefeller eldra, auðjöfrinum mikla, sem
fyrstur manna í heimi eignaðist einn milljarð dollara.
Sem æskumaður, heilsuhraustur og sterkur, tók hann þá á-
kvörðun, að hann skvldi verða ríkur maður. Gullið var hugsjón
hans. Hann elti það nætur og daga. Stærsta fyrirtæki í heimi
stýrði hann, er hann var aðeins 43 ára gamall. Tíili árum síðar
átti hann einn milljarð döllara, 43.000 milljónir ísleWkr króna.
Vikutekjur hans voru þá 43 milljónir króna.
Hvað hafði þessi auður kostað hann? Alla meðaumkun og
samúð eða kærleika til annarra manna. Slikt var ekki til í hjarta
hans. Margir hötuðu hann. Fyrrverandi olíukóngar, sem hann
hafði gert að öreigum, heitslrengdu að hefna sín á honum. Þeir
gerðu af honum mynd, sem þeir hengdu í stað hans. Nótt og
dag var hann umkringdur lífvörðum. Hugarfrið og hjartagleði
þekkti hann ekki. Heilsuna missti hann. Svefninn flúði hann.
Mat þoldi hann ekki að borða, nema kex og mjólk. Hárið datt
af hionum á blettum, ekki aðeins á höfðinu, heldur einnig augn-
hár og brúnahár. Hann leit út eins og egipzkur smurlingur.
IJIaðamenn höfðu þegar ritað dánargreinar um hann, svo að
þær væru til'búnar, er dauða hans bæri að höndum.
Þá gerðist óvæntur atburður. Á andvökustundum, er Rocke-
feller gat ekki sofið, fór Guð að tala til hans, tók að sýna honum,
að í raun og veru væri hann bláfátækur, því að ekkert gæti hann
tekið með sér af auðnum inn í annan heim. Honum varð allt í
einu Ijóst, hvílíkan sannleik þessi orð Krists geyma: „Sælla er
að gefa en þiggja.“
Jón Rockefeller breytti um líísstefnu. Hann tók að ausa út fé
sínu í allar áttir til þeirra, sem þurfandi voru. Hann styrkti
einnig sjúkrahús og kristniboð. Fyrir fé hans var Rockefeller-
stofnuninni komið á fót, en hún vinnur gegn alls konar mann-
legum meinum.